Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fim 08. ágúst 2024 18:00
Elvar Geir Magnússon
Sterling: Sakna þess að spila fyrir England
Sterling hefur ekki spilað fyrir England síðan 2022.
Sterling hefur ekki spilað fyrir England síðan 2022.
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling vængmaður Chelsea segist sakna þess að spila fyrir enska landsliðið, því það sé ein besta tilfinning sem hægt sé að finna.

Þessi 29 ára leikmaður hefur ekki spilað fyrir þjóð sína síðan á HM 2022 og hann komst ekki í hópinn fyrir EM.


„Auðvitað sakna ég þess. Ég elska að spila fyrir England. Það er ein besta tilfinning sem maður getur fundið. Það fylgir því gleði að vera með landsliðinu. Ég get ekki beðið eftir því að komast aftur í landsliðshópinn," segir Sterling.

England leitar að nýjum landsliðsþjálfara þar sem Gareth Southgate lét af störfum eftir EM. Búist er við því að U21 landsliðsþjálfarinn Lee Carsley taki við liðinu tímabundið og stýri því í septemberglugganum; gegn Írlandi og Finnlandi í Þjóðadeildinni.

Til að komast í enska landsliðið þarf Sterling að bæta frammistöðu sína fyrir Chelsea en hann hefur ekki sýnt mikinn stöðugleika síðan hann kom til félagsins frá Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner