“Ég er bara vonsvikinn að tapa hér á heimavelli,” sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA eftir 2-0 tap gegn Stjörnunni á Þórsvelli nú í kvöld.
Lestu um leikinn: Þór/KA 0 - 2 Stjarnan
“Þetta var einn af þessum dögum þar sem hann vildi ekki inn og auðvitað er það mjög svekkjandi en þau fengu nú heldur betur færin líka þannig að það jafnast nú svo sem út, það jafnast alltaf út í eilífðinni,” bætti Jóhann við.
Aðspurður um stöðu síns lið í deildinni sagði Jóhann:
“Er þetta ekki bara barátta um að reyna að komast í 3. sæti, annað sætið er nú svolítið fjarlægt, kannski bara ekki hægt, ég hef ekki skoðað þetta. Við ætlum bara að reyna að vera eins ofarlega og við getum.”
Með sigrinum er Stjarnan nánast búið að tryggja sér titilinn, en Breiðablik á þó enn smá möguleika.
“Þetta lið er að gera bestu hlutina í dag og eiga tvo titla vísa í sumar og eiga þá báða fyllilega skilið,” sagði Jóhann Kristinn að lokum.
Athugasemdir























