Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. september 2019 10:01
Brynjar Ingi Erluson
Van der Sar til Man Utd - Mbappe til Real Madrid
Powerade
Edwin van der Sar næsti yfirmaður knattspyrnumála?
Edwin van der Sar næsti yfirmaður knattspyrnumála?
Mynd: Getty Images
Þá er komið að því allra helsta í Powerade-slúðrinu á þessum ágæta sunnudegi.

Manchester United er nálægt því að ganga frá samningum við Edwin van der Sar en þessi fyrrum markvörður félagsins mun taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá United. (Mirror)

Real Madrid er að reyna að kaupa Kylian Mbappe (20) frá Paris Saint-Germain en hann myndi ganga til liðs við félagið næsta sumar. (Sport)

Nokkrir leikmenn Barcelona buðu félaginu eigið fé til að hjálpa við að landa Neymar frá PSG. (Marca)

Manchester City mun bjóða í Milan Skriniar, varnarmann Inter og Slóvakíu, en Pep Guardiola vill leysa meiðslavandræði liðsins. (Express)

Chicharito (30) segir að hann hefði spilað með West Ham út samninginn ef Sevilla hefði ekki boðið í hann undir lok gluggans. (Fotball London)

Edin Dzdeko, framherji Roma á Ítalíu, getur ekki beðið eftir því að vinna með Henrikh Mkhitaryan en hann kom til félagsins á láni frá Arsenal á dögunum. (Cds)

Juan Cudrado er í viðræðum við Juventus um nýjan og betri samning en hann hefur lítið spilað í upphafi leiktíðar undir stjórn Maurizio Sarri. (Goal)

Julen Lopetegui, þjálfari Sevilla, vildi fá Nacho Fernandez (29) frá Real Madrid í sumar. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner
banner