Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 09. mars 2020 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Gagnrýna varalið Real fyrir að spila rándýrum Brössum
Rodrygo kostaði um 45 milljónir evra.
Rodrygo kostaði um 45 milljónir evra.
Mynd: Getty Images
B-lið Real Madrid, Castilla hefur verið gagnrýnt fyrir að tefla fram rándýrum Brasilíumönnum í leikjum sínum í þriðju efstu deild Spánar.

Reinier skoraði tvennu þegar Castilla vann 4-0 sigur á Coruxo. Rodrygo, sem hefur skorað þrennu í Meistaradeildinni á tímabilinu, skoraði sigurmark seint í leik gegn SS Reyes fyrir tveimur vikum síðan.

Coruxo tísti í reiði eftir tapið gegn Castilla um helgina. „Madrid eru ánægðir með 30 milljón evra leikmanninn sinn, jafnvel þó að önnur félög í La Liga geti ekki fjárfest það mikið. Ef við myndum setja öll 80 félögin í okkar deild saman, þá gætum við samt ekki safnað það miklum pening."

„Fyrir tveimur vikum síðan þá bjargaði 54 milljón evra maður, Rodrygo, undir lok leiks."

Talið er nú að Rodrygo hafi kostað 45 milljónir evra, en ekki 54. Reinier, sem er 18 ára, var keyptur fyrir 35 milljónir evra í janúar á þessu ári.

Þrátt fyrir tístið þá er Coruxo á undan Castilla í deildinni. Coruxo er í fimmta sæti og Castilla í sjötta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner