Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. apríl 2019 09:00
Elvar Geir Magnússon
Pogba sagður á förum - Tagliafico horfir til Englands
Powerade
Tagliafico til Englands?
Tagliafico til Englands?
Mynd: Getty Images
Ruben Vinagre, Wolves.
Ruben Vinagre, Wolves.
Mynd: Getty Images
Rice, Pogba, Adams, Clyne, Vinagre, Hazard og fleiri í slúðurpakkanum þennan þriðjudag. Njótið!

Declan Rice (20), miðjumaður West Ham, segir að besta ákvörðun lífs síns hafi verið að fara til Hamranna þegar Chelsea lét hann fara þegar hann var fjórtán ára. (Standard)

France Football tímaritið segir að Paul Pogba (26) muni yfirgefa Manchester United í sumar og ganga í raðir Real Madrid. (France Football)

Nicolas Tagliafico (26), vinstri bakvörður Ajax, segir að sumarið framundan gæti verið rétti tímapunkturinn fyrir sig að fara í ensku úrvalsdeildina. Argentínumaðurinn hefur verið orðaður við Arsenal. (Mirror)

Everton býr sig undir að bjóða í framherjann Che Adams (22) hjá Birmingham. (Football Insider)

Andy Carroll (30) hefur leikið sinn síðasta leik fyrir West Ham. Enski sóknarmaðurinn fær ekki nýjan samning og ökklameiðsli gera það að verkum að hann spilar ekki meira á tímabilinu. (Mail)

Carroll gæti gengið í raðir félags í MLS-deildinni bandarísku þegar samningur hans við West Ham rennur út í sumar. (Times)

West Ham mun berjast við Bournemouth um enska varnarmanninn Nathaniel Clyne (28) hjá Liverpool. Clyne hefur verið á lánssamningi hjá Bournemouth síðan í janúar. (Goal)

Argentínski miðjumaðurinn Luciano Acosta (24) hjá DC United segist ánægður með að Manchester United hafi verið að fylgjast með sér. (Goal)

Liverpool og Barcelona hafa sýnt portúgalska bakverðinum Ruben Vinagre (19) hjá Wolves áhuga. (Birmingham Mail)

Leicester og Leeds eru meðal fjölda enskra félaga sem hafa áhuga á brasilíska varnarmanninum Bruno Viana (24) sem spilar fyrir Braga í Portúgal. (TalkSport)

Belgíski miðjumaðurinn Thorgan Hazard (26) mun yfirgefa Borussia Mönchengladbach fyrir Borussia Dortmund (á 34,5 milljónir punda) í sumar. (Kicker)

Liverpool bauð hærra tilboð í Hazard en hann vill fara til Dortmund þar sem hann á að leysa Christian Pulisic (20) af. Pulisic er á leið til Chelsea. (Sun)

QPR hefur rætt við Michael Appleton varðandi stjórastöðuna. (Telegraph)

Rafael Benítez, stjóri Newcastle United, segir að sóknarmaðurinn Dwight Gayle (28) og vængmaðurinn Jacob Murphy (24) sem báðir eru á láni hjá West Brom gætu átt framtíð hjá félaginu. Sagt hefur verið að þeir gætu orðið hluti af skiptidíl fyrir sóknarmanninn Salomon Rondon (29) sem er á láni hjá Newcastle. (Chronicle)

Umboðsmaður sóknarmannsins Nikola Vlasic (21) hjá Everton segir að krótíski landsliðsmaðurinn vilji vera áfram hjá CSKA Moskvu þar sem hann leikur á láni. (Championat)

MLS-liðið Toronto FC ætlar ekki að bjóða Arjen Robben (35) samning eftir að hafa rætt við hollenska vængmanninn, sem yfirgefur Bayern München eftir tímabilið. (ESPN)

Thomas Partey (25) segist búast við því að vera áfram hjá Atletico Madrid á næsta tímabili. Arsenal og fleiri félög hafa áhuga á ganverska miðjumanninum. (Cadena COPE)

Alsírski framherjinn Islam Slimani (30) fer frá Leicester á útsöluverði. Hann er sem stendur hjá Fenerbahce á lánssamningi. (Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner