Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   þri 09. apríl 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Byrjar í fyrsta sinn gegn Íslandi - Valdi á milli Spánar og Þýskalands
Icelandair
Bibiane Schulze Solano.
Bibiane Schulze Solano.
Mynd: Getty Images
Hinn reynslumikli Horst Hrubesch var óhræddur við að svara spurningum um byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni EM 2025 á eftir.

Hann opinberaði að Bibiane Schulze Solano muni í fyrsta sinn byrja í þýska landsliðsbúningnum í leiknum sem hefst klukkan 16:10.

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

Schulze Solano er 25 ára gömul og spilaði sinn fyrsta landsleik er hún kom inn á sem varamaður í 3-2 sigri gegn Austurríki á dögunum.

Hún fæddist í Þýskalandi og á þýskan föður en móðir hennar er frá Baskalandi á Spáni. Schulze Solano spilar í dag með Athletic Bilbao á Spáni og hefur gert það frá 2019.

Það var mikil barátta um hana en hún var valin í spænska landsliðið í fyrra og gat þá ekki verið með vegna meiðsla. Spánn er með besta landslið í heimi í dag. Þýska landsliðið er þó ekki slæmt og samþykkti hún að spila fyrir Þjóðverja áður en þetta verkefni hófst.

„Ég er gríðarlega ánægð að spila fyrir Þýskaland," sagði hún eftir leikinn gegn Austurríki en hún grét eftir leikinn þegar hún sá móður sína í stúkunni.
Athugasemdir
banner
banner