Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 09. maí 2021 22:00
Sverrir Örn Einarsson
Þorvaldur Örlygs: Ekki það sem ég vildi og bjóst við
Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunar.
Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við byrjuðum leikinn vel fannst mér á móti vindinum og komumst í ágætis stöður og skotsénsa og mér fannst við vera með gott control á leiknum og engin hætta. En svo fáum við þetta víti á okkur sem ég sá ekki nógu vel og það breytir náttúrulega miklu.“
Sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunar um sín fyrstu viðbrögð eftir 2 - 0 tap Stjörnunar gegn Keflavík suður með sjó í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Stjarnan

Fátt hefur verið rætt um annað tengt íslenskum fótbolta þessa vikuna en brotthvarf Rúnars Páls úr þjálfarastöðu Stjörnunar og ástæður þess. Ein ástæða sem nefnd hefur verið er að stjórn Stjörnunar hafi sett þjálfurum Stjörnunar þau tilmæli Sölvi Snær Guðbjargarson ætti ekki að spila frekar þar sem hann á í viðræðum við Breiðablik um að ganga til liðs við þá að tímabilinu loknu. Sölvi kom inná undir lok leiks en fréttaritari spurði Þorvald beint hvort hann hafi fengið tilmæli um að spila Sölva ekki,

„Sölvi spilaði í dag og var síðast, Hann er leikmaður Stjörnunar og vissulega er búið að tala mikið um það að hann rennur út á samningi í haust og staðan er bara skoðuð eins og með alla aðra leikmenn, þeir eru hluti af hóp og við höldum bara áfram með það.“

Fréttaritari spurði því næst hvort ekki væri erfitt fyrir Þorvald að starfa undir þeim umræðum sem eru í þjóðfélaginu um stöðu Sölva?

„Ég hef svo sem ekki tekið eftir öllum ég hef ekki lesið allt. En við höfum svo sem ekki velt því mikið fyrir okkur. Ég held að það sé aðallega fyrir ungan dreng eins og hann sjálfan ég hef meiri áhyggjur af því en hann hefur staðið sig fínt. “

Stjörnumenn voru þrátt fyrir ánægju Þorvaldar með upphaf leiksins slakir í dag. Fannst Þorvaldi að sviptingar vikunar hafi haft áhrif á leikmann fyrir leikinn?

„Ég get ekki svarað því. Mér fannst það ekki mér fannst við byrja vel og góður tónn í leikmönnum. Ég sagði fyrir leik það eru auðvitað tilfinningar og ýmislegt hjá mönnum sem eru búnir að þekkja Rúnar í mörg ár sem stóð sig gríðarlega vel með Stjörnunni. Þetta kom öllum gríðarlega á óvart mér sérstaklega og ekki það sem ég vildi og bjóst við.“

Sagði Þorvaldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan. Við biðjumst þó velvirðingar á vindhljóði í viðtalinu en talsvert rok var í Keflavík nú í kvöld.
Athugasemdir
banner