Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   fös 09. júní 2023 17:15
Elvar Geir Magnússon
De Bruyne: Mikilvægast að spila eins og við erum vanir
Kevin De Bruyne.
Kevin De Bruyne.
Mynd: Getty Images
Kevin De Bruyne leikmaður Manchester City segir mikilvægast af öllu að City spili „sinn leik“ og verði afslappaðir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað kvöld. City mætir þá Inter í Instanbúl.

„Ég held að við munum ekki breyta einhverju. Ég reyni að búa mig undir þennan leik eins og ég er vanur fyrir alla leiki. Ég reyni að vera klár í slaginn," segir De Bruyne.

City er mun sigurstranglegra liðið í leiknum á morgun en De Bruyne vanmetur ekki lið Inter.

„Þú kemst ekkert í úrslitaleik Meistaradeildarinnar ef þú ert ekki sterkt lið. Inter vann ítalska bikarinn og er með sterk einkenni og gott skipulag. Enginn býst við auðveldum leik. Ég tel mikilvægast að við spilum eins og við erum vanir."

Verður Manchester City talið besta lið sögunnar ef það vinnur Meistaradeildina?

„Ég veit ekki hvort við erum besta liðið frá upphafi en það hjálpar að rökstyðja það ef við vinnum Meistaradeildina," segir De Bruyne.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner