Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 09. júlí 2024 22:03
Stefán Marteinn Ólafsson
Danijel Djuric: Þurfum að bíta í það súra núna
Danijel Dejan Djuric
Danijel Dejan Djuric
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Víkingar tóku á móti Shamrock Rovers í 1.umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. 

Víkingar byrjuðu einvígið á heimavelli og þrátt fyrir að liggja svolítið á gestunum vildi markið ekki láta sjá sig.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  0 Shamrock Rovers

„Svekkjandi. Mér fannst við eiga miklu meira skilið úr þessu en svona er fótboltinn stundum." Sagði Danijel Dejan Djuric leikmaður Víkinga eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst þeir bara koma hingað til þess að pakka í vörn. Þeir voru ekkert að spila neinn tiki-taka fótbolta. Þeir komu hingað bara til þess að fá 0-0 eða 1-1. Þeir voru bara að reyna fara með úrslit tilbaka og þeir gerðu það. Við áttum að vera betri, það er bara þannig." 

Shamrock Rovers lágu töluvert tilbaka og voru virkilega þéttir fyrir. Danijel Djuric segir að Víkingar hafi alveg verið viðbúnir því.

„Jájá, við vorum það en við áttum bara að nýta þetta aðeins betur. Þetta vantaði bara aðeins meiri gæði fannst mér." 

Víkingar réðu lögum og lofum í leiknum og var virkilega svekkjandi að ná ekki inn allavega einu marki. 

„Það er ógeðslega svekkjandi. Það er svo erfitt þegar það er múrað fyrir markið og maður er að reyna opna glufur og reyna gera glufur en það virkar bara ekki. Þetta var ekki skemmtilegasti leikurinn fannst mér." 

Víkingar ná ekki að skora mark í kvöld sem gerir einvígið ögn flóknara og erfiðara fyrir seinni leikinn.

„Miklu erfiðara. Við ætluðum að koma hingað og spila sóknarsinnaðan bolta og skora svona 2-3 en það bara virkaði ekki og stundum er fótboltinn bara þannig og við þurfum að bíta í það súra núna."

Nánar er rætt við Danijel Dejan Djuric í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir