Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
Hallgrímur Mar: Geggjuð ferð vestur - fórum á Bolafjallið
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Davíð Smári ósáttur við Helga Mikael: Hvað segi ég rangt ef ég segi nafn dómarans?
Maggi lét menn heyra það - „Þurfum að kafa mjög djúpt"
Heiður að vera með bandið - „Ætluðum að bæta upp fyrir drulluna"
Siggi Höskulds: Gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu
Gunnar Heiðar: Sýnum það í úrslitum og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt
Dragan: Það er betra eitt stig en ekki neitt
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Árni Guðna: Erum ekkert verri en önnur lið í deildinni
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Dreymdi um 1-0 sigur en fékk meira - „Ég er orðin sveitt aftur"
Sandra María: Vorum í þeirra sporum og tileinkum þeim sigurinn
Glódís meyr og stolt - „Shit, ég get náð honum"
Ingibjörg beðið lengi - „Var gráti nær að fagna þessu"
Natasha: Æði að heyra í öllum stelpunum öskra okkur áfram
Sveindís ótrúlega vinsæl - „Hlakka til að fá að spila með þeim"
Alexandra: Það er ekkert verra svo að það varð að veruleika
Karólína ætlar að dansa fram á nótt - „Eruð eiginlega að stela okkur úr fagnaðarlátunum"
   þri 09. júlí 2024 22:03
Stefán Marteinn Ólafsson
Danijel Djuric: Þurfum að bíta í það súra núna
Danijel Dejan Djuric
Danijel Dejan Djuric
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Víkingar tóku á móti Shamrock Rovers í 1.umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. 

Víkingar byrjuðu einvígið á heimavelli og þrátt fyrir að liggja svolítið á gestunum vildi markið ekki láta sjá sig.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  0 Shamrock Rovers

„Svekkjandi. Mér fannst við eiga miklu meira skilið úr þessu en svona er fótboltinn stundum." Sagði Danijel Dejan Djuric leikmaður Víkinga eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst þeir bara koma hingað til þess að pakka í vörn. Þeir voru ekkert að spila neinn tiki-taka fótbolta. Þeir komu hingað bara til þess að fá 0-0 eða 1-1. Þeir voru bara að reyna fara með úrslit tilbaka og þeir gerðu það. Við áttum að vera betri, það er bara þannig." 

Shamrock Rovers lágu töluvert tilbaka og voru virkilega þéttir fyrir. Danijel Djuric segir að Víkingar hafi alveg verið viðbúnir því.

„Jájá, við vorum það en við áttum bara að nýta þetta aðeins betur. Þetta vantaði bara aðeins meiri gæði fannst mér." 

Víkingar réðu lögum og lofum í leiknum og var virkilega svekkjandi að ná ekki inn allavega einu marki. 

„Það er ógeðslega svekkjandi. Það er svo erfitt þegar það er múrað fyrir markið og maður er að reyna opna glufur og reyna gera glufur en það virkar bara ekki. Þetta var ekki skemmtilegasti leikurinn fannst mér." 

Víkingar ná ekki að skora mark í kvöld sem gerir einvígið ögn flóknara og erfiðara fyrir seinni leikinn.

„Miklu erfiðara. Við ætluðum að koma hingað og spila sóknarsinnaðan bolta og skora svona 2-3 en það bara virkaði ekki og stundum er fótboltinn bara þannig og við þurfum að bíta í það súra núna."

Nánar er rætt við Danijel Dejan Djuric í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner