þri 09. ágúst 2022 00:25
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 16. umferð - „Verið frábær fyrir okkur í mörg ár"
Atli Sigurjónsson (KR)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Afskaplega flottur leikur hjá KR og Atli Sigurjónsson, hvað er hægt að segja? Þvílík frammistaða hjá manninum!" skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu um 4-0 sigur KR gegn ÍBV í 16. umferð Bestu deildarinnar.

Atli Sigurjónsson skoraði þrennu í leiknum og er Sterkasti leikmaður umferðarinnar, í boði Steypustöðvarinnar.

„Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur í mörg ár. Ég vildi óska þess að hann myndi skora oftar, en hann kemur sér alltaf í góðar stöður, er alltaf hættulegur einn á einn og er ógnandi. Það er gaman að hann skori loksins þrjú mörk," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í viðtali eftir leikinn.

Atli, sem er 31 árs gamall, hefur verið besti leikmaður KR á tímabilinu og fjórum sinnum verið valinn í lið umferðarinnar. Hér að neðan má sjá viðtal við hann sem tekið var á sunnudagskvöld, eftir þrennuna gegn Eyjamönnum.

Leikmenn umferðarinnar:
15. umferð - Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
14. umferð - Magnús Þórðarson (Fram)
13. umferð - Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
12. umferð - Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir)
11. umferð - Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur)
10. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
9. umferð - Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
8. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
7. umferð - Daníel Laxdal (Stjarnan)
6. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
5. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
4. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
3. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Stefánsson (ÍA)
1. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
„Bjarni Guðjóns er að öskra á mig, ég held ég fari að slútta þessu"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner