Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 09. september 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Leeds sektað fyrir blys á heimavelli Derby
Enska knattspyrnusambandið hefur sektað Leeds um 20 þúsund pund (3,6 milljónir króna) fyrir að brjóta reglur eftir leik gegn Derby í Championship deildinni á síðasta tímabili.

Leikmenn Leeds fögnuðu á heimavelli Derby eftir leik liðanna í kjölfar þess að liðið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Leeds fékk ákæru þar sem leikmenn liðsins fögnuðu með blys inni á vellinum. Í kjölfarið hefur félagið nú verið sektað.

Leeds mætir Liverpool í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn.
Athugasemdir
banner