Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fös 09. september 2022 10:22
Elvar Geir Magnússon
Ríkisstjórnin bannar ekki að spilað sé um helgina
Breska ríkisstjórnin hefur tilkynnt ensku úrvalsdeildinni og öðrum íþróttakeppnum að hún muni ekki setja bann við að keppt sé um helgina. Það verður í höndum ensku úrvalsdeildarinnar að ákveða hvort leikir helgarinnar fari fram.

Daily Mail segir að skilaboð ríkisstjórnarinnar séu þau að ráðlegt sé að leikjunum verði frestað en lokaákvörðun sé í höndum deildarinnar.

Félögin í ensku úrvalsdeildinni eru að funda í þessum skrifuðu orðum.

Margir eru á þeirri skoðun að fresta eigi leikjum af virðingu við Elísabetu Englandsdrottningu sem lést í gær, 96 ára að aldri.

Aðrir segja rétt að leika um helgina en spila þjóðsönginn fyrir alla leiki og sýna minningu Elísabetar virðingu.

Írska fótboltasambandið tilkynnti í morgun að ekkert yrði spilað í Norður-Írlandi af virðingu við minningu Elísabetar.

Sjá einnig:
Leikir helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni
Athugasemdir
banner