Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   mán 09. september 2024 22:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Icelandair
„Það var erfitt að byrja leikinn svona, lenda strax marki undir," sagði Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Íslands eftir 3 - 1 tap gegn Tyrkjum í Izmir í kvöld.

Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

„Það gekk vel að komast aftur inn í leikinn, 1 - 1 í hálfleik en svo skora þeir bara frábært mark í stöðunni 2-1. Það er lítið hægt að segja við því. Þetta er erfiður útivöllur og við hefðum verið mjög sáttir ef við hefðum náð í eitt stig í dag."

Ísland fékk tækifæri til að jafna í stöðunni 2-1, var ekki svekkjandi að nýta það ekki?

„Planið var að vera þéttir og verjast vel en nýta okkur skyndisóknir og föst leikatriði. Þeir voru bara mjög góðir, það verður að viðurkennast. Þeir voru betri í dag en við verðum að vera sterkari á heimavelli í næsta mánuði og taka þá þar."

Tyrkir héldu uppteknum hætti frá öðrum heimaleikjum og létu vel í sér heyra í stúkunni. Hvernig var að spila í þessum hávaða?

„Geggjað! Þetta er einn besti útivöllurinn að koma á, Tyrkland, mikil læti og góð stemmning. Því miður var völlurinn ekki stærri. Það hefði verið gaman að vera með 40-50 þúsund manns. Það er frábært að spila hérna. Geggjaðar aðstæður, maður vill spila fyrir framan marga áhorfendur með mikil læti og í góðri stemmningu. Þetta eru kjöraðstæður að spila í. Að heyra alla syngja þjóðsönginn þeirra, byrjunin og upphitunin og svo allur leikurinn, það var geðveik stemmning og gaman að upplifa það aftur."

Hvernig líður þér eftir að spila mikið í tveimur leikjum með stuttu millibili?

„Mér líður mjög vel, ég var frekar slappur í fyrri leiknum svo það fór ekki mikil orka í þann leik. Ég hafði ekki mikinn kraft til að hlaupa. Mér líður nokkuð vel en finn að ég er ekki kominn í toppstand og einbeiti mér að því að vinna í því næstu vikurnar."

Nánar er rætt við Gylfa í spilaranum að ofan. Hann segist hlakka til tveggja heimaleikja í október þar sem hægt verði að hefna fyrir tapið í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner