Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   mán 09. september 2024 22:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Icelandair
„Það var erfitt að byrja leikinn svona, lenda strax marki undir," sagði Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Íslands eftir 3 - 1 tap gegn Tyrkjum í Izmir í kvöld.

Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

„Það gekk vel að komast aftur inn í leikinn, 1 - 1 í hálfleik en svo skora þeir bara frábært mark í stöðunni 2-1. Það er lítið hægt að segja við því. Þetta er erfiður útivöllur og við hefðum verið mjög sáttir ef við hefðum náð í eitt stig í dag."

Ísland fékk tækifæri til að jafna í stöðunni 2-1, var ekki svekkjandi að nýta það ekki?

„Planið var að vera þéttir og verjast vel en nýta okkur skyndisóknir og föst leikatriði. Þeir voru bara mjög góðir, það verður að viðurkennast. Þeir voru betri í dag en við verðum að vera sterkari á heimavelli í næsta mánuði og taka þá þar."

Tyrkir héldu uppteknum hætti frá öðrum heimaleikjum og létu vel í sér heyra í stúkunni. Hvernig var að spila í þessum hávaða?

„Geggjað! Þetta er einn besti útivöllurinn að koma á, Tyrkland, mikil læti og góð stemmning. Því miður var völlurinn ekki stærri. Það hefði verið gaman að vera með 40-50 þúsund manns. Það er frábært að spila hérna. Geggjaðar aðstæður, maður vill spila fyrir framan marga áhorfendur með mikil læti og í góðri stemmningu. Þetta eru kjöraðstæður að spila í. Að heyra alla syngja þjóðsönginn þeirra, byrjunin og upphitunin og svo allur leikurinn, það var geðveik stemmning og gaman að upplifa það aftur."

Hvernig líður þér eftir að spila mikið í tveimur leikjum með stuttu millibili?

„Mér líður mjög vel, ég var frekar slappur í fyrri leiknum svo það fór ekki mikil orka í þann leik. Ég hafði ekki mikinn kraft til að hlaupa. Mér líður nokkuð vel en finn að ég er ekki kominn í toppstand og einbeiti mér að því að vinna í því næstu vikurnar."

Nánar er rætt við Gylfa í spilaranum að ofan. Hann segist hlakka til tveggja heimaleikja í október þar sem hægt verði að hefna fyrir tapið í kvöld.
Athugasemdir
banner