Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mán 09. september 2024 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Icelandair
„Þetta var erfitt kvöld, að sjálfsögðu byrjuðum við svolítið á afturfótunum en við svöruðum vel fyrir það og komumst vel inn í leikinn. Svo þegar fór að líða á leikinn var róðurinn þungur hjá okkur. Þetta er erfiður útivöllur að koma á, menn eru heilt yfir að leggja allt í þetta og lítið annað hægt að segja," sagði Hjörtur Hermannsson miðvörður Íslands eftir 3 - 1 tap gegn Tyrklandi í Izmir í kvöld.

Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

Ísland lenti undir í blábyrjun leiksins eftir mistök í varnarleik íslenska liðsins, aðspurður út í það atvik sagði Hjörtur?

„Skíturinn skeður. Menn eru greinilega ekki alveg með kveikt á sér og við erum að fá mörk á okkur sem við eigum ekki að fá á okkur. Við eigum að mæta klárir til leiks. Við áttum á brattann að sækja fyrstu 15 mínúturnar en svo eftir það fannst mér við vinna okkur vel inn í leikinn og eiga flottan kafla í lok fyrri hálfleiks og um miðbik seinni hálfleiks. Svo fórum við að reyna að ná í einhver úrslit þegar menn voru komnir með þunga fætur og þá var okkur refsað."

Að venju voru svakaleg læti í tyrknesku stuðningsmönnunum, aðspurður hvernig var að spila í þessu andrúmslofti sagði Hjörtur.

„Þetta eru leikirnir sem maður vill fá að spila og dreymir um að fá að spila. Það er gaman fyrir mig og marga aðra að fá að taka þátt í þessu. Við erum búnir að spila á mörgum stórum völlum en það er allaf skemmtilegt að koma til Tyrklands. Það er ennþá skemmtilegra þegar við sækjum úrslit en við gerðum það ekki í þetta skiptið og verðum að svara fyrir það á Laugardalsvelli í næsta mánuði."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner