Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   mán 09. september 2024 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Icelandair
„Þetta var erfitt kvöld, að sjálfsögðu byrjuðum við svolítið á afturfótunum en við svöruðum vel fyrir það og komumst vel inn í leikinn. Svo þegar fór að líða á leikinn var róðurinn þungur hjá okkur. Þetta er erfiður útivöllur að koma á, menn eru heilt yfir að leggja allt í þetta og lítið annað hægt að segja," sagði Hjörtur Hermannsson miðvörður Íslands eftir 3 - 1 tap gegn Tyrklandi í Izmir í kvöld.

Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

Ísland lenti undir í blábyrjun leiksins eftir mistök í varnarleik íslenska liðsins, aðspurður út í það atvik sagði Hjörtur?

„Skíturinn skeður. Menn eru greinilega ekki alveg með kveikt á sér og við erum að fá mörk á okkur sem við eigum ekki að fá á okkur. Við eigum að mæta klárir til leiks. Við áttum á brattann að sækja fyrstu 15 mínúturnar en svo eftir það fannst mér við vinna okkur vel inn í leikinn og eiga flottan kafla í lok fyrri hálfleiks og um miðbik seinni hálfleiks. Svo fórum við að reyna að ná í einhver úrslit þegar menn voru komnir með þunga fætur og þá var okkur refsað."

Að venju voru svakaleg læti í tyrknesku stuðningsmönnunum, aðspurður hvernig var að spila í þessu andrúmslofti sagði Hjörtur.

„Þetta eru leikirnir sem maður vill fá að spila og dreymir um að fá að spila. Það er gaman fyrir mig og marga aðra að fá að taka þátt í þessu. Við erum búnir að spila á mörgum stórum völlum en það er allaf skemmtilegt að koma til Tyrklands. Það er ennþá skemmtilegra þegar við sækjum úrslit en við gerðum það ekki í þetta skiptið og verðum að svara fyrir það á Laugardalsvelli í næsta mánuði."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner