PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
„Ef ekki, þá þurfum við bara sem land að líta inn á við"
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
banner
   mán 09. september 2024 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Icelandair
Hjörtur í leiknum í dag.
Hjörtur í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
„Þetta var erfitt kvöld, að sjálfsögðu byrjuðum við svolítið á afturfótunum en við svöruðum vel fyrir það og komumst vel inn í leikinn. Svo þegar fór að líða á leikinn var róðurinn þungur hjá okkur. Þetta er erfiður útivöllur að koma á, menn eru heilt yfir að leggja allt í þetta og lítið annað hægt að segja," sagði Hjörtur Hermannsson miðvörður Íslands eftir 3 - 1 tap gegn Tyrklandi í Izmir í kvöld.

Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

Ísland lenti undir í blábyrjun leiksins eftir mistök í varnarleik íslenska liðsins, aðspurður út í það atvik sagði Hjörtur?

„Skíturinn skeður. Menn eru greinilega ekki alveg með kveikt á sér og við erum að fá mörk á okkur sem við eigum ekki að fá á okkur. Við eigum að mæta klárir til leiks. Við áttum á brattann að sækja fyrstu 15 mínúturnar en svo eftir það fannst mér við vinna okkur vel inn í leikinn og eiga flottan kafla í lok fyrri hálfleiks og um miðbik seinni hálfleiks. Svo fórum við að reyna að ná í einhver úrslit þegar menn voru komnir með þunga fætur og þá var okkur refsað."

Að venju voru svakaleg læti í tyrknesku stuðningsmönnunum, aðspurður hvernig var að spila í þessu andrúmslofti sagði Hjörtur.

„Þetta eru leikirnir sem maður vill fá að spila og dreymir um að fá að spila. Það er gaman fyrir mig og marga aðra að fá að taka þátt í þessu. Við erum búnir að spila á mörgum stórum völlum en það er allaf skemmtilegt að koma til Tyrklands. Það er ennþá skemmtilegra þegar við sækjum úrslit en við gerðum það ekki í þetta skiptið og verðum að svara fyrir það á Laugardalsvelli í næsta mánuði."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner