Al-Hilal vill fá Salah fyrir næsta sumar - Man Utd ætlar að kaupa Branthwaite - PSG undirbýr tilboð í Duran
   mið 09. október 2024 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarni Þórður að taka við kvennaliði Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Bjarni Þórður Halldórsson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að taka við sem þjálfari kvennaliðs Fylkis. Hann tekur við af Gunnari Magnúsi Jónssyni sem hefur verið með liðið síðustu tvö ár.

Bjarni þekkir vel til kvennaliðsins því hann var markmannsþjálfari þess í þjálfaratíð Gunnars.

Bjarni er 41 árs og er á leið í sitt fyrsta aðalþjálfarastarf. Hann er uppalinn í Fylki og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki rétt eftir aldamót. Tímabilið 2004 var hans fyrsta sem aðalmarkvörður Fylkis. Hann fór til Víkings árið 2007 og lék svo þrjú tímabil með Stjörnunni áður en hann hélt aftur í Árbæinn. Hann spilaði svo sína síðustu leiki á ferlinum með Aftureldingu árið 2016. Alls lék hann 163 leiki í efstu deild, 22 í B-deild og sjö í C-deild. Hann lék þá átta leiki með U21 landsliðinu.

Hann hefur unnið hjá KSÍ og árið 2020 var fjallað um að hann væri tímabundið kominn í hlutverk liðsstjóra A-landsliðs karla.

Fylkir endaði í 10. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili og verður því í Lengjudeildinni á komandi tímabili.

Athugasemdir
banner
banner
banner