Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 09. október 2024 16:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Sverrir gerði ekki alla ánægða með skiptunum - „Það var lífsreynsla"
Kominn aftur til Grikklands þar sem honum líður vel
Icelandair
Sverrir Ingi Ingason á landsliðsæfingu í gær.
Sverrir Ingi Ingason á landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir gekk í raðir Panathinaikos fyrir stuttu.
Sverrir gekk í raðir Panathinaikos fyrir stuttu.
Mynd: Panathinaikos
„Það er alltaf leiðinlegt að lenda í meiðslum en það er partur af því að vera íþróttamaður í dag. Ég var ánægður að sjá hversu vel liðið stóð sig, sérstaklega í heimaleiknum," sagði Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður Íslands, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á næstu dögum spila strákarnir í A-landsliðinu tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeildinni; gegn Wales og Tyrklandi á heimavelli.

Sverrir missti af síðasta verkefni vegna meiðsla en hann er núna mættur aftur í hópinn.

„Í mörgum af síðustu verkefnum höfum við náð einni góðri frammistöðu og seinni leikurinn þá ekki fylgt eins vel með. Við setum stefnuna á að tengja saman tvo góða leiki núna og vonandi tvo sigra. Okkur finnst þessi hópur vera kominn á þann stað að við getum gert kröfu á að vinna þessi lið á heimavelli."

Aftur kominn til Grikklands
Sverrir skipti til Panathinaikos í Grikklandi í sumar frá Midtjylland í Danmörku. Blikinn þekkir vel til í Grikklandi eftir að hafa spilað með PAOK frá 2019 til 2023 þar sem hann vann deildina einu sinni og bikarinn tvisvar áður en hann var seldur til Midtjylland á síðasta ári.

„Aðdragandinn var voða lítill. Þetta gekk voðalega fljótt fyrir sig. Ég er gríðarlega ánægður að vera kominn aftur til Grikklands. Maður áttar sig oft ekki á því fyrr en maður er farinn í burtu hversu gott maður hafði það. Ég er kominn í þvílíkt flott félag og það eru skemmtilegir tímar framundan," segir Sverrir.

Stuðningsmenn í Grikklandi eru mjög ástríðufullir en aðdáendur PAOK tóku ekki vel í það að Sverrir færi til Panathinaikos.

„Ég átti áhugaverðan leik þar fyrir nokkrum vikum síðan. Það var lífsreynsla. Fótbolti er eins og hver önnur starfsgrein; það sem er í boði, það verðurðu að taka. Þetta var í boði á þessum tímapunkti og það er gaman að vera kominn aftur til Grikklands. Þú getur ekki gert alla ánægða alltaf."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner