Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   mið 09. október 2024 16:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Sverrir gerði ekki alla ánægða með skiptunum - „Það var lífsreynsla"
Kominn aftur til Grikklands þar sem honum líður vel
Icelandair
Sverrir Ingi Ingason á landsliðsæfingu í gær.
Sverrir Ingi Ingason á landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir gekk í raðir Panathinaikos fyrir stuttu.
Sverrir gekk í raðir Panathinaikos fyrir stuttu.
Mynd: Panathinaikos
„Það er alltaf leiðinlegt að lenda í meiðslum en það er partur af því að vera íþróttamaður í dag. Ég var ánægður að sjá hversu vel liðið stóð sig, sérstaklega í heimaleiknum," sagði Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður Íslands, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á næstu dögum spila strákarnir í A-landsliðinu tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeildinni; gegn Wales og Tyrklandi á heimavelli.

Sverrir missti af síðasta verkefni vegna meiðsla en hann er núna mættur aftur í hópinn.

„Í mörgum af síðustu verkefnum höfum við náð einni góðri frammistöðu og seinni leikurinn þá ekki fylgt eins vel með. Við setum stefnuna á að tengja saman tvo góða leiki núna og vonandi tvo sigra. Okkur finnst þessi hópur vera kominn á þann stað að við getum gert kröfu á að vinna þessi lið á heimavelli."

Aftur kominn til Grikklands
Sverrir skipti til Panathinaikos í Grikklandi í sumar frá Midtjylland í Danmörku. Blikinn þekkir vel til í Grikklandi eftir að hafa spilað með PAOK frá 2019 til 2023 þar sem hann vann deildina einu sinni og bikarinn tvisvar áður en hann var seldur til Midtjylland á síðasta ári.

„Aðdragandinn var voða lítill. Þetta gekk voðalega fljótt fyrir sig. Ég er gríðarlega ánægður að vera kominn aftur til Grikklands. Maður áttar sig oft ekki á því fyrr en maður er farinn í burtu hversu gott maður hafði það. Ég er kominn í þvílíkt flott félag og það eru skemmtilegir tímar framundan," segir Sverrir.

Stuðningsmenn í Grikklandi eru mjög ástríðufullir en aðdáendur PAOK tóku ekki vel í það að Sverrir færi til Panathinaikos.

„Ég átti áhugaverðan leik þar fyrir nokkrum vikum síðan. Það var lífsreynsla. Fótbolti er eins og hver önnur starfsgrein; það sem er í boði, það verðurðu að taka. Þetta var í boði á þessum tímapunkti og það er gaman að vera kominn aftur til Grikklands. Þú getur ekki gert alla ánægða alltaf."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner