Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   mið 09. október 2024 16:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Sverrir gerði ekki alla ánægða með skiptunum - „Það var lífsreynsla"
Kominn aftur til Grikklands þar sem honum líður vel
Icelandair
Sverrir Ingi Ingason á landsliðsæfingu í gær.
Sverrir Ingi Ingason á landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir gekk í raðir Panathinaikos fyrir stuttu.
Sverrir gekk í raðir Panathinaikos fyrir stuttu.
Mynd: Panathinaikos
„Það er alltaf leiðinlegt að lenda í meiðslum en það er partur af því að vera íþróttamaður í dag. Ég var ánægður að sjá hversu vel liðið stóð sig, sérstaklega í heimaleiknum," sagði Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður Íslands, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á næstu dögum spila strákarnir í A-landsliðinu tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeildinni; gegn Wales og Tyrklandi á heimavelli.

Sverrir missti af síðasta verkefni vegna meiðsla en hann er núna mættur aftur í hópinn.

„Í mörgum af síðustu verkefnum höfum við náð einni góðri frammistöðu og seinni leikurinn þá ekki fylgt eins vel með. Við setum stefnuna á að tengja saman tvo góða leiki núna og vonandi tvo sigra. Okkur finnst þessi hópur vera kominn á þann stað að við getum gert kröfu á að vinna þessi lið á heimavelli."

Aftur kominn til Grikklands
Sverrir skipti til Panathinaikos í Grikklandi í sumar frá Midtjylland í Danmörku. Blikinn þekkir vel til í Grikklandi eftir að hafa spilað með PAOK frá 2019 til 2023 þar sem hann vann deildina einu sinni og bikarinn tvisvar áður en hann var seldur til Midtjylland á síðasta ári.

„Aðdragandinn var voða lítill. Þetta gekk voðalega fljótt fyrir sig. Ég er gríðarlega ánægður að vera kominn aftur til Grikklands. Maður áttar sig oft ekki á því fyrr en maður er farinn í burtu hversu gott maður hafði það. Ég er kominn í þvílíkt flott félag og það eru skemmtilegir tímar framundan," segir Sverrir.

Stuðningsmenn í Grikklandi eru mjög ástríðufullir en aðdáendur PAOK tóku ekki vel í það að Sverrir færi til Panathinaikos.

„Ég átti áhugaverðan leik þar fyrir nokkrum vikum síðan. Það var lífsreynsla. Fótbolti er eins og hver önnur starfsgrein; það sem er í boði, það verðurðu að taka. Þetta var í boði á þessum tímapunkti og það er gaman að vera kominn aftur til Grikklands. Þú getur ekki gert alla ánægða alltaf."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner