Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   mið 09. nóvember 2016 15:00
Elvar Geir Magnússon
Parma
Ari um ítalska aðdáendur sína: Gríðarlega áhugasamir
Icelandair
Ari á fullri ferð í landsleik.
Ari á fullri ferð í landsleik.
Mynd: Guðmundur Karl
Landsliðsbakvörðurinn Ari Freyr Skúlason fékk góðan stuðning úr stúkunni á æfingu Íslands í Parma á mánudaginn en þangað voru mættir aðilar úr ítölskum aðdáendahópi hans.

Eins og Fótbolti.net hefur fjallað talsvert um er Ari gríðarlega vinsæll í bæ sem er í Bologna á Ítalíu og var þar haldin sérstök Skúlason hátíð í byrjun september eins og lesa má um hér.

„Það er gaman að þessu, þetta er klukkutíma keyrsla fyrir þá. Þeir sögðust ætla að vera 3-4 en enduðu aðeins fleiri," segir Ari.

„Þeir reyndu fyrst að hafa samband við mig og höfðu svo samband við Óskar (fjölmiðlafulltrúa) til að fá upplýsingar um hvernig þeir ættu að gera þetta og hvar við vorum að æfa. Þeir sýna þessu gríðarlegan áhuga."

Ari hefur verið að glíma við meiðsli á rist en segir að staðan sé þokkaleg í dag.

„Ég fékk högg á ristina fyrir einhverjum þremur leikjum síðan og svo hef ég fengið högg á sama stað í öllum leikjunum eftir það. Ristin hefur verið bólgin en ég hef getað spilað. Maður er bara í aðhlynningu og hugsa vel um mig, þá ætti maður að vera klár," segir Ari sem telur að það séu ákaflega litlar líkur á því að hann missi af leiknum gegn Króatíu á laugardag.

„Það þyrfti eitthvað mjög leiðinlegt að gerast til að ég myndi missa af honum."

Ari segir að ef Ísland spili eins og liðið er vant gegn Króatíu ætti liðið að eiga fínan möguleika á að taka öll stigin. Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner