Rio Ferdinand varð fyrir kynþáttaníð í maí árið 2021 á leik Wolves og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.
Maðurinn heitir Jamie Arnold sem beitti Ferdinand kynþáttaníð með handabendingum. Hann hefur nú verið dæmdur sekur fyrir kynþáttaníð á almannafæri og fær sex mánaða fangelsisdóm.
Ferdinand var niðurbrotinn eftir atvikið og sagði hann í yfirlýsingu að hann varð fyrir kynþáttafordómum á meðan hann var leikmaður en ekki eftir að hann gerðist sérfræðingur.
Leikurinn í maí árið 2021 var sá fyrsti þar sem áhorfendur voru leyfðir eftir kórónuveirufaraldurinn.
Athugasemdir