Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. febrúar 2021 17:00
Elvar Geir Magnússon
Mikilvægt fyrir Foden að vera auðmjúkur
Phil Foden.
Phil Foden.
Mynd: Getty Images
„Bestu leikmennirnir spila ekki einn góðan leik á Anfield. Þeir tengja saman fimm ár með stöðugleika," segir Pep Guardiola, stjóri Manchester City.

Hann vill að hinn tvítugi Phil Foden haldi sér á jörðinni en leikmaðurinn ungi hefur spilað lykilhlutverki í góðu gengi Manchester City sem hefur unnið fjórtán leiki í röð.

Foden er með sex mörk og þrjár stoðsendingar í síðustu tíu byrjunarliðsleikjum.

„Hann þarf að vera slakur og skilja að það munu koma erfiðir kaflar. Hann þarf að sýna auðmýkt. Það eru miklar væntingar til hans og við sjáum hvernig hann höndlar þær. Nú mun fólk gera kröfu á að hann verði magnaður í hverjum leik. Þetta er flókin staða."

„Við megum ekki gleyma því að hann var mjög ungur í samkeppni við David Silva, Kevin De Bruyne, Sergio Aguero, Gabriel Jesus, Raheem Sterling og Leroy Sane."

„Fólk hefur talað um að hann eigi að spila enn meira og svo er honum refsað fyrir ein mistök í einkalífinu. Þess vegna hef ég sagt honum að lesa ekki mikið og hlusta ekki of mikið á umræðuna."

„Staða hans er sú sama og áður. Þegar ég tel að hann geti hjálpað okkur þá spilar hann. Ef ég tel að einhver annar eigi skilið að spila þá spilar hann ekki," segir Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner