Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 10. júní 2023 17:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hallgrímur Mar: Illa gaman að spila þegar það er svona mikil stemning
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Full mikið kæruleysi að gera þetta svona spennandi en bara geggjað á fá sigur fyrir því," sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson leikmaður KA eftir 2-1 sigur liðsins gegn Fylki í Bestu deildinni í dag.


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Fylkir

KA komst í tveggja marka forystu en Fylkir minnkaði muninn og gerði harða atlögu að jöfnunarmarkinu.

„Að mörgu leiti mér að þakka, ég fékk tvö dauðafæri og átti að klára þau. Jaja stóð sig vel, Ívar var geggjaður og Dusan, hrós á þá, þeir lokuðu þessu fyrir okkur í dag," sagði Hallgrímur.

Leikmenn KA sungu og dönsuðu með stuðningsmönnum liðsins eftir sigurinn í dag en stuðningsmennirnir létu vel í sér heyra allan leikinn.

„Þetta er geggjað, maður er ekki vanur svona alvöru stemningu, þetta minnir bara á Krókinn. Þetta gefur manni mikið inn á vellinum, það er illa gaman að spila þegar það er svona mikil stemning," sagði Hallgrímur og vitnaði í stemninguna hjá Íslandsmeisturum Tindastóls í körfuboltanum í vetur.


Athugasemdir
banner