mið 10. júlí 2019 16:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fareed Sadat farinn frá Haukum (Staðfest)
Fareed með Kristjáni Ómari Björnssyni, fyrrum þjálfara Hauka.
Fareed með Kristjáni Ómari Björnssyni, fyrrum þjálfara Hauka.
Mynd: Hulda Margrét
Fareed Sadat er búinn að yfirgefa herbúðir Hauka sem leika í Inkasso-deildinni.

Fareed kom til Hauka í apríl og skorað þrennu í sínum fyrsta leik fyrir félagið gegn KFS í Mjólkurbikar karla. Það hægðist aðeins á honum eftir það.

Fareed Sadat er tvítgur sóknarmaður sem fæddist í Afganistan en fluttist ungur til Finnlands. Hann hefur leikið með yngri landsliðum Finnlands og Afganistans.

Hann kom til Hauka frá finnska úrvalsdeildarfélaginu, FC Lahti. Hann skoraði eitt mark í fimm leikjum með Haukum í Inkasso-deildinni.

Haukar hafa bætt við sig tveimur leikmönnum í félagaskiptaglugganum. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson kom á láni frá Víkingum og Stefán Ómar Magnússon kom frá ÍA á láni.

Haukar eru í níunda sæti Inkasso-deildarinnar og mæta Gróttu í næsta leik á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner