Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 10. júlí 2020 22:21
Mist Rúnarsdóttir
Bryndís Rut: Dreymir um að komast í efstu deild
Kvenaboltinn
Bryndís Rut var ánægð með að fá krefjandi áskorun og mæta liði í efstu deild
Bryndís Rut var ánægð með að fá krefjandi áskorun og mæta liði í efstu deild
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Við vorum mikið betri í fyrri hálfleik. Vorum skipulagðar og ákveðnar og áttum miklu fleiri færi. Vorum óheppnar að nýta þau ekki. Svo virkuðum við bara mjög þreyttar í seinni hálfleik, því miður,“ sagði Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, eftir 4-1 tap gegn KR í kaflaskiptum bikarleik.

Lestu um leikinn: KR 4 -  1 Tindastóll

Tindastólsliðið var frábært í fyrri hálfleik en átti erfiðara uppdráttar í þeim síðari. Bryndís nefndi þreytu þegar hún var spurð um ástæðurnar.

„Álag og þreyta? Ég veit það ekki alveg ekki,“ sagði fyrirliðinn sem stóð sjálf úti á velli á Símamótinu í allan dag þar sem hún þjálfar yngri flokka hjá félaginu sínu. Hún vildi þó ekki meina að það hefði setið í henni.

„Nei, nei. Við erum vanar að vinna og fara svo að spila. Þetta er enginn aumingjaskapur með það. Við spiluðum núna þrjá leiki á 8 dögum, stutt á milli og mikið álag. Bara eins og það er.“

Bryndísi fannst gaman að fá að spreyta sig gegn liði í efstu deild en Tindastóll er í toppbaráttu Lengjudeildarinnar og stefna liðsins er að komast upp um deild.

„Okkur finnst gaman að fá áskorun og spila við lið í efstu deild. Okkur dreymir um að fara þangað og það er gaman að sjá hvar þær eru staddar og hverju við þurfum að vinna í til að gera betur.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við fyrirliða Tindastóls í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner