Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
banner
   mið 10. júlí 2024 19:06
Brynjar Ingi Erluson
Skrifar undir í dag eða á morgun
Mynd: Getty Images
Portúgalski landsliðsmaðurinn Joao Palhinha verður formlega orðinn leikmaður Bayern München í dag eða á morgun en þetta segir þýski blaðamaðurinn Florian Plettenberg á X.

Bayern og Fulham náðu saman um kaupverð á dögunum eftir langar viðræður.

Þýska félagið greiðir 47,2 milljónir punda og gerir Palhinha fjögurra ára samning.

Palhinha, sem er 29 ára gamall, stóðst læknisskoðun hjá Bayern á dögunum, en hefur ekki enn skrifað undir samninginn.

Hann hefur yfirgefið Þýskaland og kominn í kærkomið frí en samkvæmt Plettenberg verður undirskriftin líklegast rafræn og mun hún gerast á næsta sólarhringnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner