Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
   þri 10. september 2024 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Spilin stokkuð upp á nýtt eftir fall - Einungis einn sigur á 85 daga kafla
Lengjudeildin
'Þegar sjálfstraustið hvarf, þá fundum við það ekki aftur'
'Þegar sjálfstraustið hvarf, þá fundum við það ekki aftur'
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Verður Igor Bjarni áfram?
Verður Igor Bjarni áfram?
Mynd: Grótta
Magnús Örn Helgason.
Magnús Örn Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Grótta er fallin úr Lengjudeild karla, það varð ljóst á sunnudag. Grótta hefði þurft að fá fleiri stig en Þór í leikjum sunnudagsins til að eiga séns á að halda sér í lokaumferðinni, en það tókst ekki. Grótta tapaði gegn ÍR og á sama tíma vann Þór gegn Dalvík/Reyni.

Grótta hefur verið í 1. deildinni eða ofar frá sumrinu 2018 þegar liðið fór upp úr 2. deild. Grótta vann 1. deildina 2019, lék í efstu deild 2020 og svo í aftur í 1. deildinni tímabilin 2021, 2022, 2023 og 2024. Áður hafði Grótta einungis einu sinni haldið sér í 1. deildinni, árið 2010, en annars fallið beint niður eftir að hafa komist upp.

Liðið hefur einungis fengið sextán stig úr leikjunum 21, þar af komu tíu stig úr fyrstu sex umferðunum. Eftir góða byrjun tapaði Grótta sjö leikjum í röð. Svo vannst einn sigur en í kjölfarið töpuðust svo næstu fimm leikir. Eftir einungis einn sigur í tíu leikjum var ákveðið að láta Chris Brazell fara og hefur Igor Bjarni Kostic stýrt liðinu í síðustu fjórum leikjum.

„Við sömdum við Igor, og hann við okkur, um að klára bara þetta tímabil. Það var bara staðfest á sunnudag að við værum fallnir og við skoðum málin fljótlega varðandi framhaldið," segir Magnús Örn Helgason, yfirmaður fótboltamála hjá Gróttu, við Fótbolta.net.

Magnús kveðst ekki vita til þess að einhverjir leikmenn munu leggja skóna á hilluna eftir þetta tímabil.

„Arnar Þór (Helgason) var búsettur í Danmörku síðasta vetur og kom til baka í vor. Hann var hugsaður í aukahlutverk en endaði á því að spila frekar mikið - að hluta til af því að Arnar Daníel (Aðalsteinsson) fór til náms í Bandaríkjunum. Hann fer aftur til Danmerkur í vetur og óvíst hvernig það verður næsta sumar. Annars hefur enginn gefið út að hann sé hættur."

Þá hefur verið fjallað um það hér á Fótbolta.net að Gabríel Hrannar Eyjólfsson sé að ganga í raðir KR eftir tímabilið.

Sjálfstraustið fannst ekki aftur
Sérðu núna hvað veldur því að Grótta fellur niður um deild?

„Gróttuliðið í sumar samanstóð af hópi mjög flottra og hæfileikaríkra fótboltamanna sem voru að leggja sig alla í verkefnið. Við fengum bara einhvern veginn hlutina ekki til að ganga upp, fundum ekki takt. Þegar sjálfstraustið hvarf, þá fundum við það ekki aftur. Við glímum við meiðsli líka, spilum á velli sem er löngu kominn tími á og er eitthvað sem við höfum ekki stjórn á. Það var allavega ekki að hjálpa."

Frá 7. júní hafa einungis tveir lekir unnist og þrettán leikir tapast. Þegar horft er til baka, er eitthvað augljóst sem hefði verið hægt að gera öðruvísi?

„Nei, það er ekkert augljóst, en það hefði eflaust verið hægt að gera eitthvað öðruvísi."

Þurfa að marka sér skýrari stefnu
Er augljóst á þessum tímapunkti að stefnan næsta sumar verður sett á að fara beint upp aftur?

„Við þurfum kannski að stokka spilin aðeins upp á nýtt og marka okkur aðeins skýrari stefnu í kringum karlaliðið okkar. Sú vinna er ekki farin af stað, en það er það sem við þurfum að gera. Lítið félag eins og Grótta getur ekki sagt að nú ætlum við að fara 'all-in' á næsta ári í að komast upp, en svo höfum við ekki hugmynd um hvað gerist næst. Við ætlum okkur að vera með lið sem keppir um að komast upp úr 2. deild á næsta ári, en við viljum líka undirbúa jarðveginn þannig að þegar við komumst upp þá verðum við klár í að halda okkur uppi og vera í 1. deild, skapa stöðugleika á ný."

„Við þurfum að skoða hvernig við stöndum að því að ala upp leikmenn sem koma upp í meistaraflokk á næstu árum, hvernig við setjum saman leikmannahópinn, hvernig setjum við saman þjálfarateymið, og hvers konar leikmenn sækjum við utan frá. Við þurfum að greina og finna út hvernig við ætlum að gera þessa hluti."

„Aðstaðan og umgjörðin er líka þáttur í þessu. Það er alveg ljóst að við þurfum nýjan völl. Vonandi fer sveitarfélagið að vakna, það eru búnir að fara miklir fjármunir og mikið umstang í öll þessi meiðsli sem hafa átt sér stað út af vellinum - auk persónulegs skaða hjá þeim sem meiddust."


Nýtt gervigras á næsta ári
Er eitthvað í kortunum með völlinn?

„Bæjarstjórnin segir að þetta verði gert á næsta ári. Við erum orðin óþreyjufull og viljum að farið verði í þetta sem fyrst. Við eigum einn heimaleik eftir og við erum ekki spennt fyrir því að það verði spilaðir fleiri meistaraflokksleikir á þessum velli, hvort sem það er Íslandsmót eða vetrarleikir."

„Völlurinn er ekki ónýtur, var prófaður í vor og fékk leyfi fyrir þetta ár. Annars hefðum við ekki spilað á honum. Það er ekki hægt að kalla hann ónýtan, en hann er úr sér genginn og það hafa verið að myndast skemmdir í honum. Það versta er að hann er harður sem skapar of mikið álag á skrokkinn á fullorðnum leikmönnum,"
segir Magnús.

Grótta spilar sinn lokaleik í Lengjudeildinni í bili gegn Þór á Vivaldivellinum næsta laugardag.
Innkastið - Landsliðið og Lengjudeildin
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner