„Við slökuðum of mikið á í seinni hálfleik og gáfum þeim of mikið færi á að sækja á okkur," sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir 2-2 jafntefli gegn Lettlandi í dag.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 2 Lettland
„Þeir voru sniðugir að koma sér inn í svæðin og sækja á okkur."
Eiður tapaði boltanum í aðdragandanum að jöfnunarmarki Letta.
„Það er langur aðdragandi að því, ég var á þeirra vallarhelmingi. Ein mistök leiða oft að öðrum mistökum."
Fyrirfram reiknuðu margir með því að heimaleikirnir gegn Lettum og Kasakstan ættu að vinnast.
„Er eitthvað hægt að reikna fyrirfram í þessu? Hefðirðu fyrirfram reiknað með sex stigum gegn Hollandi? Þetta virkar á báða bóga."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























