fim 10. október 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Plötusnúðurinn Mendieta með Bítlana á lagalista í London
Mynd: Getty Images
Gaizka Mendieta kannast eflaust einhverjir við. Hann átti farsælan leikmannaferil og lék með liðum á borð við Barcelona, Lazio, Valencia og Middlesbrough.

Mendieta er miðjumaður frá Bilbao en hann lagði skóna á hilluna árið 2008 eftir fjögur ár í ensku úrvalsdeildinni með Boro.

Ellefu árum seinna snýr Mendieta aftur til England og nú sem plötusnúður í London. Mendieta mun spila lög með hinum ýmsu þekktu hljómsveitum þegar hann mætir á The Shacklewell Arms á laugardaginn eftir rúma viku.

The B-52's, Bítlarnir, Blondie, David Bowie, The Cure, The Clash, Depache Mode, Joy Division og Pixies eru meðal banda sem Mendieta ætlar að spila lög eftir.


Athugasemdir
banner
banner
banner