Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 10. október 2019 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tuttosport: Man Utd. með munnlegt samkomulag við Mandzukic
Mynd: Getty Images
Breski fjölmiðillinn, Daily Mirror og ítalski miðillinn Tuttosport sögðu frá því í gærkvöldi að Manchester United sé komið með munnlegt samkomulag við Mario Mandzukic um að ganga í raðir félagsins frá Juventus í janúar.

Mandzukic var orðaður við Rauðu Djöflana í sumar en varð svo um kyrrt í Tóríno. Hann hefur ekki spilað leik á tímabilinu fyrir Ítalíumeistarana og er ekki í 25 manna Meistaradeildarhópi félagsins.

Hinn 33 ára króatíski framherji er sagður hafa neitað sjö milljón punda árslaunum frá Al-Rayyan í Katar til þess að halda áfram að spila í Evrópu.

Mandzukic hefur skorað 44 mörk í 162 leikjum fyrir Juventus. Hann vann Meistaradeildina með Bayern Munchen árið 2013.
Athugasemdir
banner
banner
banner