Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. nóvember 2019 14:58
Brynjar Ingi Erluson
Danmörk: Jón Dagur skoraði í sigri AGF
Jón Dagur skoraði í dag
Jón Dagur skoraði í dag
Mynd: Jón Dagur Þorsteinsson
Íslenski framherjinn Jón Dagur Þorsteinsson skoraði í 4-2 sigri danska liðsins AGF á SönderjyskE í dag.

Jón Dagur kom AGF yfir á 6. mínútu en þetta var fjórða mark hans í dönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Hann hefur verið afar öflugur með liðinu á þessu tímabili en AGF er nú í 4. sæti með 26 stig.

Jón Dagur fór af velli á 66. mínútu en Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn með SönderjyskE á meðan Ísak Óli Ólafsson kom inná sem varamaður á 84. mínútu.

Eggert átti upphaflega að fá eins leiks bann eftir að hann náði sér í fjórðu áminninguna í 3-0 tapinu gegn FCK í síðustu umferð en spjaldið var dregið til baka og var hann því klár í leikinn í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner