Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. desember 2019 12:30
Elvar Geir Magnússon
Telur að aðlögunarferli Fred sé lokið
Miðjumaðurinn Fred.
Miðjumaðurinn Fred.
Mynd: Getty Images
Anthony Hay, fréttamaður á Daily Mail, segir að brasilíski miðjumaðurinn Fred sé að sýna það og sanna að hann eigi skilið að spila fyrir Manchester United.

Miklar væntingar voru gerðar til Fred eftir að United keypti hann á 52 milljónir punda.

Manchester United skákaði City í baráttunni um leikmanninn en honum hefur gengið illa að fóta sig í enska boltanum. Það virðist þó vera að birta til og frammistaða hans hefur verið allt önnur að undanförnu.

„Eins og flestir leikmenn í Suður-Ameríku þá þurfti Fred tíma til að aðlagast hraðanum í ensku úrvalsdeildinni. Nú virðist aðlögunarferli hans í Manchester vera lokið," segir Hay.

„Hann og Scott McTominay eru að ná betur saman með hverjum leiknum og áhrif hans á leikina eru orðin mun meira áberandi."

„Solskjær vonast eftir því að Fred muni halda áfram að sýna þennan neista sem hann hefur sýnt að undanförnu."
Athugasemdir
banner