Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
   þri 11. febrúar 2020 22:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bielsa þokkalega sáttur: Framfarir frá síðasta leik
„Við vörðumst vel. Það var erfitt fyrir okkur að sækja en við reyndum samt að gera það allan leikinn," sagði Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, í viðtali eftir 1-1 jafntefli gegn Brentford í kvöld.

„Leikmenn skildu allt eftir á vellinum. Við höfðum stjórn á þeirra sóknarmönnum og fórum vel með boltann. Það er ekki auðvelt að gera gegn liði eins og Brentford sem er með góða leikmenn sem eru góðir á boltann."

„Klich spilaði virkilega vel. Pablo var mikið með boltann og gerði hluti með hann. Miðverðirnir voru öruggir með boltann og bakverðirnir voru með stjórn á sínum hliðum."


Leeds var talsvert meira með boltann eða 67% og ógnaði marki heimamanna meira en heimamenn gerðu marki gestanna. Mörkin í kvöld komu eftir klaufaleg mistök markvarða liðanna.

„Við vorum með boltann mikið í kvöld. Við hefðum getað fengið fleiri færi. En ég lít á þetta sem framfarir frá leiknum á laugardag."

Bielsa var spurður út í Kiko Casilla, markvörðinn sem gerði mistök þegar Brentford komst yfir: „Ég þarf ekki að verja Kiko með orðum. Ég hef alltaf stutt hann með mínum gjörðum," sagði argentínski stjórinn.

„Við vorum alls ekki hræddir að spila hér og vildum taka áhættur til að sigra leikinn," sagði Bielsa að lokum.


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 21 14 5 2 52 22 +30 47
2 Middlesbrough 21 12 6 3 33 22 +11 42
3 Preston NE 21 9 8 4 29 22 +7 35
4 Millwall 21 10 5 6 25 29 -4 35
5 Ipswich Town 21 9 7 5 35 22 +13 34
6 Hull City 21 10 4 7 36 35 +1 34
7 Stoke City 21 10 3 8 28 20 +8 33
8 Leicester 21 8 7 6 30 27 +3 31
9 QPR 21 9 4 8 28 33 -5 31
10 Southampton 21 8 6 7 35 30 +5 30
11 Bristol City 21 8 6 7 28 24 +4 30
12 Derby County 21 8 6 7 30 29 +1 30
13 Birmingham 21 8 5 8 30 26 +4 29
14 Watford 21 7 8 6 30 28 +2 29
15 Wrexham 21 6 10 5 26 25 +1 28
16 West Brom 21 8 4 9 25 28 -3 28
17 Charlton Athletic 20 6 6 8 20 26 -6 24
18 Sheffield Utd 21 7 2 12 25 31 -6 23
19 Swansea 21 6 5 10 22 29 -7 23
20 Blackburn 20 6 4 10 20 26 -6 22
21 Portsmouth 20 5 5 10 17 27 -10 20
22 Oxford United 21 4 7 10 22 30 -8 19
23 Norwich 21 4 5 12 24 34 -10 17
24 Sheff Wed 20 1 6 13 15 40 -25 -9
Athugasemdir
banner