Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. febrúar 2024 13:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið West Ham og Arsenal: Tvær breytingar hjá Arsenal en engin hjá West Ham
Trossard og Saka eru í byrjunarliðinu
Trossard og Saka eru í byrjunarliðinu
Mynd: EPA

Byrjunarlið West Ham og Arsenal eru komin.


Byrjunarlið West Ham er óbreytt frá 3-0 tapi gegn Man Utd. Það þýðir að Alphonse Areola er í markinu en hann meiddist í leiknum gegn United og Kalvin Phillips er áfram á bekknum.

Það eru tvær breytingar á liði Arsenal sem vann Liverpool í síðustu umferð. Oleksandr Zinchenko er meiddur en Jakub Kiwior kemur inn í hans stað. Þá sest Jorginho á bekkinn og Kai Havertz fer á miðjuna en Leandro Trossard kemur inn í liðið í fremstu víglínu.

Gabriel Jesus er enn frá vegna meiðsla en Bukayo Saka er klár í slaginn en hann meiddist í leiknum gegn Liverpool.

West Ham: Areola, Coufal, Johnson, Zouma, Aguerd, Emerson, Ward-Prowse, Alvarez, Soucek, Kudus, Bowen.

Arsenal: Raya, White, Saliba, Gabriel, Kiwior, Rice, Odegaard Havetz, Saka, Martinelli, Trossard.


Athugasemdir
banner
banner