Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
Sigurður Bjartur: Gat ekki klúðrað þessu færi
Haddi: Gefum of einföld mörk
   sun 11. febrúar 2024 23:41
Sölvi Haraldsson
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var bara ógeðslega gaman. Fínn leikur, við byrjuðum í smá brasi en við bættum í þetta undir lok fyrri hálfleiks. Síðan tókum við yfir leikinn í seinni hálfleik.“ sagði Guðjón Máni Magnússon, framherji ÍR-inga, eftir frábæran 4-2 sigur á spræku liði Þróttar í kvöld. 


Guðjón Máni skoraði tvö mörk í dag en hann var mun sáttari með frammistöðu ÍR-inga í seinni hálfleik en í þeim fyrri.

Talið hjá Árna og Jóa breytti þessu dálítið í seinni hálfleik. Við fórum aðeins yfir stöðuna í hálfleik, taktík og hvað við ættum að gera betur. Við leystum seinni hálfleikinn mjög vel.“

Þróttarar fengu rautt í seinni hálfleik eftir að hafa hrint leikmanni ÍR en leikurin róaðist mikið eftir það.

Mér fannst svæðið opnast miklu meira eftir rauða spjaldið og þeir voru kannski smá eftir eftir það. En við stjórnum leiknum bara eftir það fyrir utan skítamarkið sem við fáum á okkur hérna í lokin. En við áttum bara seinni háfleikinn, fannst mér allavegana.

Guðjón sér mikla bætingu milli leikja. Honum finnst nýju mennirnir vera búnir að venjast taktíkinni mjög vel í seinustu leikjum. 

Mér finnst þeir bara frábærir. Hvernig Marc nær að stýra leiknum og Kristján líka á miðjunni. Þeir eru báðir grjótharðir, eitthvað sem þurfti.

Guðjón stefnir á það að skora mark í fyrsta leik sumarsins og halda því síðan áfram.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner