Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
banner
   sun 11. febrúar 2024 23:41
Sölvi Haraldsson
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var bara ógeðslega gaman. Fínn leikur, við byrjuðum í smá brasi en við bættum í þetta undir lok fyrri hálfleiks. Síðan tókum við yfir leikinn í seinni hálfleik.“ sagði Guðjón Máni Magnússon, framherji ÍR-inga, eftir frábæran 4-2 sigur á spræku liði Þróttar í kvöld. 


Guðjón Máni skoraði tvö mörk í dag en hann var mun sáttari með frammistöðu ÍR-inga í seinni hálfleik en í þeim fyrri.

Talið hjá Árna og Jóa breytti þessu dálítið í seinni hálfleik. Við fórum aðeins yfir stöðuna í hálfleik, taktík og hvað við ættum að gera betur. Við leystum seinni hálfleikinn mjög vel.“

Þróttarar fengu rautt í seinni hálfleik eftir að hafa hrint leikmanni ÍR en leikurin róaðist mikið eftir það.

Mér fannst svæðið opnast miklu meira eftir rauða spjaldið og þeir voru kannski smá eftir eftir það. En við stjórnum leiknum bara eftir það fyrir utan skítamarkið sem við fáum á okkur hérna í lokin. En við áttum bara seinni háfleikinn, fannst mér allavegana.

Guðjón sér mikla bætingu milli leikja. Honum finnst nýju mennirnir vera búnir að venjast taktíkinni mjög vel í seinustu leikjum. 

Mér finnst þeir bara frábærir. Hvernig Marc nær að stýra leiknum og Kristján líka á miðjunni. Þeir eru báðir grjótharðir, eitthvað sem þurfti.

Guðjón stefnir á það að skora mark í fyrsta leik sumarsins og halda því síðan áfram.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner