Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
banner
   fös 11. ágúst 2023 22:27
Stefán Marteinn Ólafsson
Erna Guðrún: Besta ævintýri sem ég hef upplifað
Erna Guðrún Magnúsdóttir knúsar Örnu Steinsen móður sína eftir leik.
Erna Guðrún Magnúsdóttir knúsar Örnu Steinsen móður sína eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það voru Lengjudeildarlið Víkinga sem tókust hið ótrúlega og sigraði Breiðablik í úrslitum Mjólkurbikarsins 2023. 

Það voru ekki margir sem gerðu ráð fyrir sigri Víkinga í þessum leik en þær sýndu það alveg frá fyrstu mínútu að þær voru tilbúnar í slaginn og enduðu á sögulegum sigri í Mjólkurbikarnum 2023.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Breiðablik

„Það hljómar bara eitthvað annað vel og líka þegar þú segir það þá bara hljómar það geggjað." Sagði Erna Guðrún Magnúsdóttir aðspurð hvernig það væri að vera bikarmeistari.

„Við bara skoruðum strax og eftir það fannst mér við bara eiga leikinn og þær skoruðu þarna eitt mark en mér fannst við stjórna þessum leik frá A-Ö og aldrei nein þannig séð hætta." 

Víkingar skoruði fyrsta mark leiksins strax á 1.mínútu og róaði það taugarnar fyrir restina af leiknum.

„Þetta var mjög gott. Maður var einhvernveginn svona 'Okei, við erum búnar að brjóta ísinn og núna getum við bara farið uppá við eftir þetta'."

„Við stilltum þessum leik bara ótrúlega vel upp og lokuðum á þeirra styrkleika og þær eru bara ótrúlega gott lið en mér finnst við bara hafa gert mjög vel í að loka á þeirra styrkleika og bara spila okkar bolta og pressa þær sem uppskar bikarmeistari." 

Sögulínan fyrir leikinn í kvöld var Öskubuskuævintýri Víkinga.

„Besta ævintýri sem ég hef upplifað." 

Nánar er rætt við Ernu Guðrúni Magnúsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner