Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   mið 11. september 2024 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umfjöllun/skoðun
Það vantar allt samræmi
Woodard fékk einungis eins leiks bann fyrir sitt brot í sumar.
Woodard fékk einungis eins leiks bann fyrir sitt brot í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Omar Sowe í leik með Breiðabliki 2022.
Omar Sowe í leik með Breiðabliki 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísak er hissa á niðurstöðu dagsins. Liðsfélagi hans fékk tveggja leikja bann fyrir tveimur árum.
Ísak er hissa á niðurstöðu dagsins. Liðsfélagi hans fékk tveggja leikja bann fyrir tveimur árum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Kristjánsson verður í banni í næsta leik.
Guðmundur Kristjánsson verður í banni í næsta leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Kristjánsson var í morgun úrskurðaður í eins leiks bann fyrir að hefna sín á Böðvari Böðvarssyni í leik FH og Stjörnunnar sem fram fór fyrir rúmri viku síðan. Dómarar leiksins sáu ekki atvikið en það náðist á upptöku og málskotsnefnd vísaði því til aga- og úrskurðarnefndar.

Böðvar setti olnbogann í Guðmund sem svaraði með því að setja hönd í andlitið á Böðvari. Niðurstaðan varð sú að Böðvar fékk enga refsingu og Guðmundur einn leik.

Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, tjáði sig á X í dag og er hissa á niðurstöðunni. Hann vekur athygli á því að Omar Sowe fékk tveggja leikja bann fyrir að gefa olnbogaskot í leik með Breiðabliki árið 2022. Sá leikur var gegn Leikni en Sowe er einmitt leikmaður Leiknis í dag. Það atvik náðist á upptöku og fékk Sowe tvo leiki í bann.

Þyngd refsingarinnar var mjög umdeild á sínum tíma, þótti mörgum refsingin of þung, og hefur refsingin heldur betur ekki verið fordæmisgefandi. Í sumar hafa átt sér stað tvö atvik þar sem viljandi högg í andlit hafa verið skoðuð á upptöku. Í fyrra skiptið fékk leikmaður eins leiks bann fyrir harkalegt olnbogaskot í andlit leikmanns og í seinna skiptið fékk annar hlutaðeigandi eins leiks bann fyrir högg í andlit og hinn leikmaðurinn slapp við refsingu.

Niðurstaðan í sumar hausverkur
Undirritaður er á því að brot Guðmundar sé alvarlegra en brot Böðvars og verðskuldi þyngri refsingu. En það sem undirritaður telur að geri aga- og úrskurðarnefnd erfitt fyrir í þessu máli er sú staðreynd að leikmaður kvennaliðs FH, Breukelen Woodard, fékk einungis eins leiks bann fyrir olnbogaskot í höfuð leikmanns Tindastóls fyrr í sumar.

Undirritaður er á því að brot Woodard sé alvarlegra en brot Guðmundar og hefði Woodard átt að fá þyngri refsingu. Stjarnan hefði auðveldlega geta áfrýjað dómnum og verið með sterk rök með sér ef aganefnd hefði úrskurðað Guðmund í lengra bann en Woodard fékk. Og þar sem brot Böðvars er metið minna en brot Guðmundar í úrskurðinum er mjög erfitt að refsa þeim á sama hátt.

Ekkert samræmi
Á sínum tíma óskaði Breiðablik eftir því að áfrýja niðurstöðu úrskurðarnefndar, réttilega miðað við brot þessa árs, en fékk ekki leyfi til þess. Undirritaður segir réttilega því greinilega finnst nefndinni olnbogaskot ekki verðskulda tveggja leikja bann í dag.

Voru gerð mistök 2022 í máli Omar Sowe?

Það er ekkert samræmi; Sowe fékk tvo leiki fyrir olnbogaskot, Woodard fékk einn leik fyrir olnbogaskot í andlit, Böðvar sleppur með olnbogaskot í maga og Guðmundur fær einn leik fyrir högg í andlit. Þetta virðist allt vera tekið fyrir, hvert mál fyrir sig, án þess að skoða nein fordæmi.


Athugasemdir
banner