Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 11. nóvember 2019 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daniel James hissa á hlutverkinu hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Það hefur komið Daniel James, vængmanni Manchester United, á óvart í hversu stóru hlutverki hann hefur verið í hjá félaginu á fyrstu mánuðum sínum hjá félaginu.

James var keyptur í sumar á 15 milljónir punda frá Swansea. James hefur byrjað flesta leiki hjá United og verið í lykilhlutverki í sóknarleik liðsins.

„Það var alltaf ljóst að verkefnið yrði krefjandi og öðruvísi en að spila í Championship deildinni," sagði James sem hefur skorað þrjú mörk í 16 leikjum á leiktíðinni.

„Ég hef reynt að vera yfirvegaður og hugsað um að það er ástæða fyrir því að ég er hér. Ég bjóst ekki við því að spila eins mikið og raunin hefur verið. Ég hef lært og stjórinn hefur sýnt mér traust sem gleður mig."

„Það var nauðsynlegt að ná í þrjú stig um helgina og fara með jákvæðni inn í landsleikjahléið. Næsti leikur er gegn erfiðu liði Sheffield United þar sem við verðum að sýna góða frammistöðu."


Manchester United hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í öllum keppnum og komst með sigrinum á Brighton um helgina upp í sjöunda sæti deildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 25
18 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner