Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 11. nóvember 2020 10:08
Magnús Már Einarsson
Leikurinn í Ungverjalandi fer líklega fram þrátt fyrir smit Rossi
Icelandair
Allt bendir til þess að leikur Íslands og Ungverjalands fari fram samkvæmt áætlun þrátt fyrir að Marco Rossi, þjálfari Ungverja, hafi greinst með kórónuveiruna.

Rossi er kominn í einangrun og hefur yfirgefið leikmannahóp og starfslið Ungverja eftir að hann greindist með veiruna.

Enginn hefur verið sendur í sóttkví ennþá en leikmenn og starfsmenn Ungverja fara í skimun í dag til að athuga hvort einhverjir séu smitaðir. Engar fréttir hafa borist þess efnis að smit sé í leikmannahópi Ungverja.

Miðað við reglur UEFA bendir allt til þess að leikurinn fari fram annað kvöld klukkan 19:45.

„Ef þeir eiga 13 leikmenn (þar af 1 markmann) ósmitaða og ekki í sottkví, þa fer leikurinn fram, m.v. reglur UEFA. Ég held það sé engin hætta á öðru en að leikurinn fari fram," sagði Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, í samtali við Fótbolta.net í dag.
Athugasemdir
banner