Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. nóvember 2020 10:08
Magnús Már Einarsson
Leikurinn í Ungverjalandi fer líklega fram þrátt fyrir smit Rossi
Icelandair
Marco Rossi.
Marco Rossi.
Mynd: Getty Images
Allt bendir til þess að leikur Íslands og Ungverjalands fari fram samkvæmt áætlun þrátt fyrir að Marco Rossi, þjálfari Ungverja, hafi greinst með kórónuveiruna.

Rossi er kominn í einangrun og hefur yfirgefið leikmannahóp og starfslið Ungverja eftir að hann greindist með veiruna.

Enginn hefur verið sendur í sóttkví ennþá en leikmenn og starfsmenn Ungverja fara í skimun í dag til að athuga hvort einhverjir séu smitaðir. Engar fréttir hafa borist þess efnis að smit sé í leikmannahópi Ungverja.

Miðað við reglur UEFA bendir allt til þess að leikurinn fari fram annað kvöld klukkan 19:45.

„Ef þeir eiga 13 leikmenn (þar af 1 markmann) ósmitaða og ekki í sottkví, þa fer leikurinn fram, m.v. reglur UEFA. Ég held það sé engin hætta á öðru en að leikurinn fari fram," sagði Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, í samtali við Fótbolta.net í dag.
Athugasemdir
banner
banner