Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   þri 12. janúar 2021 22:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dyche: Pope hefði annars varið skotið
„Þetta var ágæt frammistaða gegn frábæru liði sem er á góðu skriði," sagði Sean Dyche, stjóri Burnley, eftir 1-0 tap gegn Manchester United í kvöld.

„Frammistaða okkar og úrslit hafa skánað," sagði Dyche en Burnley er í 16. sæti eins og er.

„United jók tempóið hjá sér í seinni hálfleik. Þeir skoruðu gott mark sem fór af varnarmanni okkar, en annars hefði Pope varið þetta. Við brugðumst frábærlega við markinu."

„Þessir leikmenn gefa allt í verkefnið og það sást þegar við vorum að reyna að jafna leikinn."

„Við áttum erfiða byrjun en höfum aðeins náð að rétta úr kútnum og núna verðum við að halda áfram."


Athugasemdir