Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   sun 12. janúar 2025 21:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Mynd: Stockport County FC

Benoný Breki Andrésson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Stockport í dag þegar liðið tapaði naumlega gegn Crystal Palace í enska bikarnum.


Eberechi Eze skoraði eina mark leiksins eftir aðeins fjögurra mínútna leik.

Benoný gekk til liðs við Stockport um áramótin frá KR en hann kom við sögu í fyrsta sinn í dag en hann spilaði tuttugu mínútur.

Stuðningsmenn liðsins sem voru mættir á Selhurst Park, heimavöll Crystal Palace, voru ekki stressaðir yfir tapinu. Þeir tóku víkingaklappið eftir leikinn með Benoný sem tók stjórnina.

Næsti leikur Stockport er á útivelli gegn Reading í C-deildinni þann 18. janúar. Liðið er í 7. sæti með 38 stig en liðið hefur aðeins fengið fimm stig úr síðustu sex leikjum.

Sjáðu Benoný taka víkingaklappið með stuðningsmönnum Stockport í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner