Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   sun 12. janúar 2025 21:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Mynd: Stockport County FC

Benoný Breki Andrésson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Stockport í dag þegar liðið tapaði naumlega gegn Crystal Palace í enska bikarnum.


Eberechi Eze skoraði eina mark leiksins eftir aðeins fjögurra mínútna leik.

Benoný gekk til liðs við Stockport um áramótin frá KR en hann kom við sögu í fyrsta sinn í dag en hann spilaði tuttugu mínútur.

Stuðningsmenn liðsins sem voru mættir á Selhurst Park, heimavöll Crystal Palace, voru ekki stressaðir yfir tapinu. Þeir tóku víkingaklappið eftir leikinn með Benoný sem tók stjórnina.

Næsti leikur Stockport er á útivelli gegn Reading í C-deildinni þann 18. janúar. Liðið er í 7. sæti með 38 stig en liðið hefur aðeins fengið fimm stig úr síðustu sex leikjum.

Sjáðu Benoný taka víkingaklappið með stuðningsmönnum Stockport í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner