Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   mið 12. febrúar 2025 14:00
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum allir mjög spenntir. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessu. Þetta er það eina sem við höfum hugsað um síðustu vikur og mánuði," segir Ingvar Jónsson, markvörður Víkings. Ingvar ræddi við Fótbolta.net á hóteli Víkings í Helsinki.

Á morgun verður fyrri viðureign Víkings og Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar. Óhætt er að segja að þetta sé stærsta verkefni sem íslenskt félagslið hefur tekist á við.

„Þetta hefur verið sérstakur undirbúningur, við fengum smá frí og svo hafa leikirnir á Íslandi ekki verið við neitt sérstakar aðstæður veðurfarslega séð. Þrátt fyrir að aðstæðurnar hafi ekki verið frábærar hafa menn lítið kvartað, bara keyrt þetta áfram og allir gríðarlega spenntir að fara í þessa tvo leiki."

Þrátt fyrir að Víkingur sé að skrifa söguna í íslenskum fótbolta með því að ná svona langt þá eru leikmenn í hópnum með mikla reynslu af því að spila leiki af þessari stærðargráðu.

„Það er gríðarleg reynsla í þessu liði og við höfum farið í gegnum þetta allt saman. Það vita allir að Panathinaikos er sigurstranglegra liðið en við höfum engu að tapa og ætlum að gefa allt í þetta."

„Síðustu daga hafa verið margir fundir og við skoðað þá gríðarlega vel. Við vitum að þeir hafa gríðarleg gæði en það er allt hægt í þessu ef við spilum alvöru varnarleik."

Í viðtalinu ræðir Ingvar nánar um leik morgundagsins, möguleika Víkings, fjarveru leikmanna og þjálfaraskiptin eftir að Sölvi Geir Ottesen tók við af Arnari Gunnlaugssyni.
Athugasemdir
banner
banner