Pierre Emerick Aubameyang gekk til liðs við Barcelona frá Arsenal í janúar eftir að hafa misst fyrirliðabandið hjá Lundúnarliðinu eftir að hafa brotið reglur félagsins.
Erkifjendur Arsenal í Chelsea hafa verið orðaðir við Aubameyang að undanförnu en liðið er í leit að framherja eftir að Romelu Lukaku fór til Inter. Aubameyang og Thomas Tuchel stjóri Chelsea unnu saman hjá Dortmund á sínum tíma.
„Ég naut þess að vinna með honum hjá Dortmund. Sumir leikmenn verða alltaf þínir leikmenn því maður vann mikið með þeim, Auba er einn af þeim," sagði Tuchel.
„Ég hef ekki áhyggjur af viðhorfinu hans því ég hef ekki reynslu af neinu slíku. Ég ætla ekkert að tala um það sem gerðist hjá Arsenal af virðingu, það er ekki í mínum verkahring að gera það þar sem ég veit ekki hvað gerðist. Í Dortmund var aldrei neitt vandamál."