Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   fim 12. september 2024 21:05
Sverrir Örn Einarsson
Guðni: FH liðið er án ansi margra leikmanna sem hefðu átt að spila
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson
Guðni Eiríksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Staðfest var að Breukelen er með slitið krossband fyrr í vikunni
Staðfest var að Breukelen er með slitið krossband fyrr í vikunni
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Lið FH þurfti að gera sér að góðu að lúta í gras eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Víkingum þegar liðin mættust í Bestu deild kvenna fyrr í kvöld. Víkingar komust yfir með marki strax á annari mínútu leiksins og var Guðni Eiríksson þjálfari FH því skiljanlega ekki sáttur með byrjun leiksins hjá sínu liði.

Lestu um leikinn: FH 0 -  3 Víkingur R.

„Það er enginn þjálfari sáttur þegar liðið fær á sig mark eftir eina og hálfa mínútu. Ef það gerist þá ertu klárlega ekki með hausinn rétt stilltann og maður er aldrei sáttur við það. Þetta var slök byrjun FH liðsins en mér fannst við þó vinna okkur inn í fyrri hluta fyrri hálfleiks. “

Breukelen með slitið krossband
Leikmannahópur FH hefur heldur verið að þynnast eftir því sem liðið hefur á sumarið. Bæði hafa leikmenn verið að halda erlendis til náms en einnig hafa meiðsli sett strik í reikninginn. Staðfest var í vikunni að meiðsli Breukelen Woodard séu af alvarlega taginu. Þá þurfti Sara Montoro að yfirgefa völlinn í dag skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður vegna hnémeiðsla en hún hefur verið að koma til baka eftir krossbandaslit.

„FH liðið er án ansi margra leikmanna sem hefðu átt að spila í dag. Það er vont eins og til dæmis með Breukelen sem skiptir okkur gríðarlega miklu máli en hún er með slitið krossband við fengum að vita það fyrr í vikunni. Þú talar svo um Söru, ég bara trúi því ekki að hún hafi slitið aftur greyið stelpan ef að það er og þvílík hörmung. Hugur okkar er hjá henni og eins og ég sagði við leikmenn hér eftir leik. Það eru allir svekktir að tapa fótboltaleikjum og svekktir að eiga lélega frammistöðu en við förum svekkt á koddann og vöknum á morgun og erum með ferskar lappir. Sara er ekki þar og er í miklu meiri skítamálum en við hin.

Ekki ósáttur þó stigafjöldin verði lægri en í fyrra
FH endaði i sjötta sæti deildarinnar í fyrra og fékk þá 29 stig. Guðni hefur rætt það að aðalmarkmið FH eftir skiptingu væri að gera betur en í fyrra. Er það markmið mögulegt úr því sem komið er?

„Það er allt mögulegt ellefu gegn ellefu inn á vellinum. En þó við förum ekki yfir þann stigafjölda sem við fengum í fyrra þá fer ég alveg að sofa sáttur. Ég er bara sáttur heilt yfir með sumarið útfrá öllum þeim skakkaföllum sem við höfum lent í. Við höfum náð að spila þetta á ákveðnum FH gildum. Það voru margar uppaldar sem voru að spila þennan leik í dag og ég veit ekki um annað lið sem er með jafnmarga uppalda leikmenn. Lang yngsta liðið í deildinni og þær eru búnar að standa sig ótrúlega vel.“

Sagði Guðni en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner