Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 12. september 2024 21:05
Sverrir Örn Einarsson
Guðni: FH liðið er án ansi margra leikmanna sem hefðu átt að spila
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson
Guðni Eiríksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Staðfest var að Breukelen er með slitið krossband fyrr í vikunni
Staðfest var að Breukelen er með slitið krossband fyrr í vikunni
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Lið FH þurfti að gera sér að góðu að lúta í gras eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Víkingum þegar liðin mættust í Bestu deild kvenna fyrr í kvöld. Víkingar komust yfir með marki strax á annari mínútu leiksins og var Guðni Eiríksson þjálfari FH því skiljanlega ekki sáttur með byrjun leiksins hjá sínu liði.

Lestu um leikinn: FH 0 -  3 Víkingur R.

„Það er enginn þjálfari sáttur þegar liðið fær á sig mark eftir eina og hálfa mínútu. Ef það gerist þá ertu klárlega ekki með hausinn rétt stilltann og maður er aldrei sáttur við það. Þetta var slök byrjun FH liðsins en mér fannst við þó vinna okkur inn í fyrri hluta fyrri hálfleiks. “

Breukelen með slitið krossband
Leikmannahópur FH hefur heldur verið að þynnast eftir því sem liðið hefur á sumarið. Bæði hafa leikmenn verið að halda erlendis til náms en einnig hafa meiðsli sett strik í reikninginn. Staðfest var í vikunni að meiðsli Breukelen Woodard séu af alvarlega taginu. Þá þurfti Sara Montoro að yfirgefa völlinn í dag skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður vegna hnémeiðsla en hún hefur verið að koma til baka eftir krossbandaslit.

„FH liðið er án ansi margra leikmanna sem hefðu átt að spila í dag. Það er vont eins og til dæmis með Breukelen sem skiptir okkur gríðarlega miklu máli en hún er með slitið krossband við fengum að vita það fyrr í vikunni. Þú talar svo um Söru, ég bara trúi því ekki að hún hafi slitið aftur greyið stelpan ef að það er og þvílík hörmung. Hugur okkar er hjá henni og eins og ég sagði við leikmenn hér eftir leik. Það eru allir svekktir að tapa fótboltaleikjum og svekktir að eiga lélega frammistöðu en við förum svekkt á koddann og vöknum á morgun og erum með ferskar lappir. Sara er ekki þar og er í miklu meiri skítamálum en við hin.

Ekki ósáttur þó stigafjöldin verði lægri en í fyrra
FH endaði i sjötta sæti deildarinnar í fyrra og fékk þá 29 stig. Guðni hefur rætt það að aðalmarkmið FH eftir skiptingu væri að gera betur en í fyrra. Er það markmið mögulegt úr því sem komið er?

„Það er allt mögulegt ellefu gegn ellefu inn á vellinum. En þó við förum ekki yfir þann stigafjölda sem við fengum í fyrra þá fer ég alveg að sofa sáttur. Ég er bara sáttur heilt yfir með sumarið útfrá öllum þeim skakkaföllum sem við höfum lent í. Við höfum náð að spila þetta á ákveðnum FH gildum. Það voru margar uppaldar sem voru að spila þennan leik í dag og ég veit ekki um annað lið sem er með jafnmarga uppalda leikmenn. Lang yngsta liðið í deildinni og þær eru búnar að standa sig ótrúlega vel.“

Sagði Guðni en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner