Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 12. október 2024 13:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man City staðfestir komu Hugo Viana

Það verða breytingar á bakvið tjöldin hjá Man City í sumar en Txiki Begiristain mun hætta sem yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.


Hann mun yfirgefa félagið þegar liðið hefur lokið keppni á HM félagsliða sem fram fer í sumar. Félagið hefur staðfest að Hugo Viana, yfirmaður fótboltamála hjá Sporting, muni taka við af honum.

Viana mun vinna samhliða Begiristain þangað til í sumar svo skiptin muni ganga snuðrulaust fyrir sig.

Hann er maðurinn á bakvið kaup á leikmönnum á borð við Viktor Gyökeres, Ousmane Diomande og Morten Hjulmand sem hafa reynst gríðarlega mikilvægir fyrir félagið.


Athugasemdir
banner
banner
banner