„Þetta er rosalega svekkjandi, og mér fannst það ekki verðskuldað hjá þeim. Við vorum klaufar að klára þetta ekki, við áttum fína möguleika til að skora en þetta datt ekki með okkur í dag," sagði Ragnar Sigurðsson varnarmaður Íslands eftir 2-0 tap gegn Króatíu í undankeppni HM 2018 í dag.
Lestu um leikinn: Króatía 2 - 0 Ísland
Völlurinn í Zagreb var moldarflag eftir miklar rigningar síðustu daga.
„Ég hélt að þetta yrði aðeins erfiðara því völlurinn var rosalega þungur," sagði Ragnar og hélt áfram. „En þegar maður kom inn í leikinn þá spilaði maður bara eins og maður gerir vanalega. Vissulega var allt hægara og maður hljóp hægara en formið var fínt."
Krótía er með gríðarlega gott lið en var erfitt að eiga við þá í dag?
„Þeir voru varla að nenna þessu í dag. Það var svona tilfinningin. Þetta var því algjört dauðafæri fyrir okkur að vinna þá loksins. Mér fannst við byrja betur í leiknum og við fáum nokkur færi en svo fáum við mark í andlitið og dauðafæri eftir það sem Hannes ver frábærlega."
„Við vildum svo koma sterkari út í seinni hálfleikinn en ég veit ekki alveg afhverju þetta gekk ekki alveg upp. Heimir sagði við okkur í hálfleik að þetta lið ætti ekki break í okkur sem við vorum sammála eftir fyrri hálfleikinn og við ættum að koma út með krafti. En allt kom fyrir ekki og þetta er bara feitt svekkjandi."
Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir























