Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 13. febrúar 2020 19:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Robertson telur Henderson eiga að vera leikmann ársins
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool.
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool.
Mynd: Getty Images
Andrew Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, telur að liðsfélag sinn Jordan Henderson eigi að vera leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni.

Henderson er fyrirliði Liverpool sem er með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool hefur unnið 24 leiki, gert eitt jafntefli og ekki tapað neinum í deildinni til þessa.

Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, segir að Henderson sé að spila eins og einn besti miðjumaður í hemi og Robertson segir að hann eigi að vera leikmaður ársins.

„Að mínu mati er hann líklegastur," sagði Robertson við Sky Sports. „Á ákveðnum tímapunktum á þessu tímabilinu, þegar við höfum átt í vandræðum, þá hefur hann keyrt okkur áfram."

„Hann hefur passað upp á það að við séum ekki værukærir, og hann hefur líka skorað og lagt upp mikilvæg mörk."

Robertson telur að Henderson hafi ekki alltaf fengið það hrós sem hann á skilið, en það sé hann að fá núna.

„Hann er frábær leikmaður, frábær fyrirmynd og frábær fyrirliði," sagði Robertson.
Athugasemdir
banner
banner
banner