Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR í Pepsi-deild karla, var ánægður með leik sinna manna gegn Leikni í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri KR-inga.
Það var harka í Egilshöllinni í kvöld en Halldór Kristinn Halldórsson fékk meðal annars að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik. KR-ingar lentu undir í leiknum þegar fimmtán mínútur voru eftir en Gary Martin og Þorsteinn Már Ragnarsson sáu til þess að klára leikinn fyrir KR-inga.
,,Við vissum að þetta yrði ekki léttur leikur á móti Leikni. Þeir eru vel skipulagðir, aggresívir og spila þéttan og góðan varnarleik. Við vissum að þetta yrði þolinmæðisvinna," sagði Bjarni við Fótbolta.net í kvöld.
,,Okkur er annt um það sem við erum að gera, þannig það er ekkert skrítið. Þeir eru flottir, spila fast og það er eðlilegt. Þú spilar eins fast og dómarinn leyfir þér og auðvitað kvartar maður kannski i hita leiksins en ekkert yfir strikið."
,,Við vorum í ágætis stöðu á síðasta þriðjung og fínar fyrirgjafir en vantaði aðeins hlaup inn í teig. Við vorum alveg rólegir," sagði hann ennfremur.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Athugasemdir
























