Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. mars 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Solskjær skýtur að Mourinho: Þurftum að breyta miklu
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, skaut létt á Jose Mourinho fyrrum stjóra liðsins eftir 5-0 sigurinn á LASK í Evrópudeildinni í gær.

Solskjær ræddi þá um það sem hefur gerst síðan hann tók við af Mourinho í desember 2018.

„Ég taldi að það yrði að breyta miklu," sagði Solskjær. „Ég tel að við séum á leið í rétta átt. Ég tel að við séum á þeirri leið sem Man United þarf að vera á."

„Það er mismunandi menning hjá mismunandi félögum og það eru mismunandi leiðir til að gera þetta en ég hef trú á því hvernig við erum að gera þetta hjá Man United núna."

„Ég hef ekki endilega trú á öllu sem við höfum gert áður en ég hef trú á því sem við erum að gera í augnablikinu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner