Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 13. júní 2021 10:00
Victor Pálsson
Kroos: Ramos besti fyrirliði sem ég hef unnið með
Mynd: EPA
Sergio Ramos er besti fyrirliði sem Toni Kroos hefur unnið með á ferlinum en Þjóðverjinn greinir sjálfur frá þessu.

Ramos og Kroos eru saman í Real Madrid á Spáni en sá fyrrnefndi var ekki valinn í leikmannahóp Spánar á EM.

Ramos verður einnig samningslaus hjá Real þann 30. júní en hvort hann framlengi á eftir að koma í ljós.

Kroos vonast innilega til að halda Ramos sem er 35 ára gamall varnarmaður. Hann er sjálfur að spila með Þjóðverjum á EM þessa stundina.

„Ég veit ekki hvernig hlutirnir ganga hjá félaginu. Auðvitað er hann frábær vinnufélagi og ég hef notið þess mikið að spila með honum," sagði Kroos.

„Ég vona að við getum nokkrum árum saman til viðbótar. Að lokum þá er þetta ekki mín ákvörðun."

„Það sem ég get sagt er að hann er frábær náungi - og besti fyrirliði sem ég hef haft á ferlinum."
Athugasemdir
banner
banner
banner