Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 13. júní 2021 20:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Samúel Kári gekk frá leiknum - Alfons á toppnum
Samúel Kári Friðjónsson.
Samúel Kári Friðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel Kári Friðjónsson var á skotskónum fyrir Viking þegar liðið lagði Vålerenga að velli í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta var Íslendingaslagur þar sem Viðar Örn Kjartansson er á mála hjá Vålerenga. Viðar Örn var hins vegar ekki með í dag vegna meiðsla.

Samúel Kári hefur farið vel af stað í Noregi á tímabilinu. Hann skoraði þriðja mark síns liðs í dag, markið sem í raun gerði út um leikinn. Viking er komið upp fyrir Vålerenga í fimmta sæti deildarinnar.

Á toppnum eru Alfons Sampsted og félagar í Bodö/Glimt sem lögðu Mjøndalen að velli í dag. Sondre Sørli skoraði bæði mörk Bodö/Glimt í leiknum.

Bodö/Glimt er með eins stigs forystu á Kristiansund sem er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Molde og svo kemur Rosenborg. Hólmar Örn Eyjólfsson, varnarmaður Rosenborg, hefur verið að glíma við meiðsli og byrjaði hann á bekknum í dag gegn Stromsgödset.

Valdimar Þór Ingimundarson kom inn af bekknum hjá Stromsgödset undir lokin, en Ari Leifsson var ónotaður varamaður í óvæntum 2-1 sigri liðsins á Rosenborg. Stromsgödset er í sjöunda sæti.

Þá spilaði Emil Pálsson allan leikinn er Sarpsborg gerði markalaust jafntefli við Brann á heimavelli. Emil er á sínu fyrsta tímabili með Sarpsborg sem situr í áttunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner