sun 13. júní 2021 21:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu fallegt mark Samúels - Fagnaði fyrir framan bekk Vålerenga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson átti stórgóðan leik þegar Viking vann 4-1 sigur á Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Samúel Kári hefur farið vel af stað í Noregi á tímabilinu. Hann skoraði þriðja mark síns liðs í dag, markið sem í raun gerði út um leikinn. Viking er komið upp fyrir Vålerenga í fimmta sæti deildarinnar.

Markið var mjög flott en Samúel Kári fagnaði með því að strá salt í sárin hjá sínum gömlu félögum Vålerenga. Hann reif sig úr treyjunni og hljóp fram hjá varamannabekk Vålerenga. Fyrir það fékk hann gult spjald.

Það er athyglisvert að skoða Twitter í kvöld en stuðningsmenn Vålerenga eru ekki sáttir með Samúel.

Fagni hans er meðal annars líkt við fagn Emmanuel Adebayor gegn Arsenal hér um árið þar sem hann hljóp allan völlinn til að fagna fyrir framan stuðningsmenn Arsenal.

Samúel var á mála hjá Vålerenga frá 2016 til 2020.

Hægt er að sjá markið hér að neðan.








Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner