Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   mán 13. júní 2022 22:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hörður Björgvin: Aldrei allur inni
Hörður Björgvin Magnússon
Hörður Björgvin Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkelsi, við sýndum mikin karakter og ég held að við höfum sýnt þjóðinni að við getum spilað fótbolta og mikil bæting. Það er nóg eftir af þessu og leiðinlegt að hafa tapað þessu niður svona en auðvitað get ég sett smá spurningamerki við þetta mark, ég held að boltinn hafi aldrei farið inn, Rúnar Alex gerði vel og hvort boltinn hafi verið smá yfir línuna en aldrei allur inni.“ Sagði Hörður BJörgvin Magnússon eftir svekkjandi 2-2 jafntefli Íslands gegn Ísrael í kvöld en seinna mark Ísraela var dæmt eftir VAR skoðun sem menn eru ekki á eitt śattir með.

Skoðun VAR á markinu tók tíma og var taugaspennan á vellinum áþreifanleg á meðan á því stóð. Hvernig upplifði Hörður það?

„Það er erfitt að segja eitthvað, maður veit ekkert. Maður spyr Rúnar hvort hann hafi verið inni og hann veit ekki, Þetta gerist bara á tveimur sekúndum og við fáum ekki að sjá þetta eða skoða á skjám. Mér finnst lélegt að þeir séu ekki með marklínutækni eða myndavél á línunni sem getur sýnt hvort boltinn var inni eða ekki. Biðin þegar dómarinn er að hlusta er löng og leiðinleg og að fá þetta í andlitð er rosalega súrt.“

Hörður átti þátt í báðum mörkum Íslands í dag og spilaði heilt yfir ágætan leik. Er hann sáttur með eigin frammistöðu?

„Já ég hef kastað inn innköstum í mörg ár og það hefur gengið vel. Aðrir hafa tekið þau líka en auðvitað gaman að vera partur af mörkunum en maður hugsar sem lið og það er svekkjandi að hafa tapað þessu niður en heilt yfir þetta verkefni og í þessum þrem leikjum sé ég mikla bætingu og er rosalega stoltur af strákunum.“

Allt viðtalið við Hörð má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner