Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   mán 13. júní 2022 22:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hörður Björgvin: Aldrei allur inni
Hörður Björgvin Magnússon
Hörður Björgvin Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkelsi, við sýndum mikin karakter og ég held að við höfum sýnt þjóðinni að við getum spilað fótbolta og mikil bæting. Það er nóg eftir af þessu og leiðinlegt að hafa tapað þessu niður svona en auðvitað get ég sett smá spurningamerki við þetta mark, ég held að boltinn hafi aldrei farið inn, Rúnar Alex gerði vel og hvort boltinn hafi verið smá yfir línuna en aldrei allur inni.“ Sagði Hörður BJörgvin Magnússon eftir svekkjandi 2-2 jafntefli Íslands gegn Ísrael í kvöld en seinna mark Ísraela var dæmt eftir VAR skoðun sem menn eru ekki á eitt śattir með.

Skoðun VAR á markinu tók tíma og var taugaspennan á vellinum áþreifanleg á meðan á því stóð. Hvernig upplifði Hörður það?

„Það er erfitt að segja eitthvað, maður veit ekkert. Maður spyr Rúnar hvort hann hafi verið inni og hann veit ekki, Þetta gerist bara á tveimur sekúndum og við fáum ekki að sjá þetta eða skoða á skjám. Mér finnst lélegt að þeir séu ekki með marklínutækni eða myndavél á línunni sem getur sýnt hvort boltinn var inni eða ekki. Biðin þegar dómarinn er að hlusta er löng og leiðinleg og að fá þetta í andlitð er rosalega súrt.“

Hörður átti þátt í báðum mörkum Íslands í dag og spilaði heilt yfir ágætan leik. Er hann sáttur með eigin frammistöðu?

„Já ég hef kastað inn innköstum í mörg ár og það hefur gengið vel. Aðrir hafa tekið þau líka en auðvitað gaman að vera partur af mörkunum en maður hugsar sem lið og það er svekkjandi að hafa tapað þessu niður en heilt yfir þetta verkefni og í þessum þrem leikjum sé ég mikla bætingu og er rosalega stoltur af strákunum.“

Allt viðtalið við Hörð má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner